Kanínan með ljáinn

mánudagur, október 31, 2005

Brandari


Allt að fyllast af bröndurum hérna:o en þessum stal ég af síðunni hans Smára Frímanns

--------
Maður gengur inn á bar og segir vid barþjóninn: "Ég ætla að fá mjólk með ísmolum". Barþjónninn horfir undarlega á hann. Ekki vegna þess sem hann bað um heldur útaf því að annar helmingurinn af andliti hans var appelsína.

Barþjónninn spyr: "Hey, af hverju er hálft andlitið á þér appelsína?"

Maðurinn svarar: "jahh... það er nú saga ad segja frá því. Ég fann töfralampa, nuddadi hann pínu og útúr honum kom andi sem sagðist ætla ad veita mér 3 óskir, þú veist hvernig þetta er.

Allavega þá óskaði ég mér fyrst að ég gæti fengið hvaða konu sem ég vildi... ég prófaði það og núna er ég að deita Ungfrú Ísland.

Næst óskaði ég mér að veskið mitt væri alltaf fullt af peningum. Að alltaf thegar ég kláraði peningana úr veskinu þá myndi það fyllast aftur. Það svínvirkar eins og þú sérð.

Og svo óskaði ég mér ad hálft andlitid á mér væri appelsína"

-----------
Hvað á það að þýða að hafa eitthvað sér "tollgengi". Þetta er bara til að féfletta sótsvartan almúgann, fávitar því nú hækka allar amazon vörurnar mínar þónokkuð. Asnar.
-------------------
Píess....




laugardagur, október 29, 2005

Núverandi klukk

Jæja, ég var klukkaður af Danheli, svona núverandi klukk(núverandi föt, núverandi eftirsjá o.sfrv)

Núverandi tími: 13:03
Núverandi föt: Stewie Griffin bolur,buxur og nasbuxur
Núverandi skap: nývaknaður og hlutlaus
Núverandi hár: bara veit ekki, eflaust allt út í loftið
Núverandi pirringur:að liverpool sé úti að skíta
Núverandi lykt:ja nú veit ég ekkii
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: borða
Núverandi skartgripir: engir
Núverandi löngun: að ég mætti sleppa því að taka jólaprófin
Núverandi ósk: ósk og löngun? eitthver munur eða...?
Núverandi farði: nóbb
Núverandi eftirsjá: að hafa drukkið vatnsflösku 2 mínútum fyrir stærðfræðiprófið
Núverandi vonbrigði: að það sé ekki su
Núverandi skemmtun: svara þessu klukki
Núverandi ást: Liverpool, ég sjálfur
Núverandi staður: gettu
Núverandi bók: Félagsfræðibókin
Núverandi bíómynd: mörgæsamyndin sem ég á að sjá í frönsku
Núverandi Íþrótt: fótbolti að sjálfsögðu
Núverandi Tónlist: John Fogerty
Núverandi lag á heilanum: örugglega eitthvað með Frusciante
Núverandi blótsyrði: sjiiiiii
Núverandi msn manneskjur: Danni H
Núverandi desktop mynd: msn myndin er mynd af mér með gleraugu, desktop myndin er bara engin
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: vonandi að fara eitthvað út
Núverandi hlutir á veggnum: helling af tónlistar og fótboltaplakötum(og plötum)
----
Ég klukka Gauta og Dögg

fimmtudagur, október 27, 2005

Vatnaraunir


Bölvað helvíti. Ég var að fara í stærðfræðipróf í gær þegar ég fékk þá snjöllu hugmynd að klára heila vatnsflösku tveimur mínútum fyrir próf. Eins og ég er vanur kláraði ég flöskuna í einum sopa(eða 13 gúlpum, án þess að anda á milli). Svo þegar ég var í prófinu gerðist það sem gerist þegar maður drekkur mikið vatn á skömmum tíma, ég þurfti á klósettið :O En kennarinn leyfði mér það ekki svo að ég þurfti að vera allt prófið að hugsa um hversu gott væri nú að komast á klóstið, truflaði að sjálfsögðu einbeitinguna á prófinu. Svo sá ég að þetta gekk ekki lengur heldur dreif ég mig að klára prófið og hljóp svo beint á salernið....svo ég kenni vatninu um fallið.
En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í svona vandræðum, gerðist seinast þegar ég fór með Gauta í lúxusbíó og ég drakk svona 7 lítra af Kóki og Sprite blönduðu saman(bragðast eins og Ginger Ale, bara betra) og svo þurfti ég náttúrulega að skreppa á klóstið í miðri mynd, sem betur fer var þetta léleg mynd(King Arthur). Annars er mjög mikið stuð að fara í lúxussalinn, alveg þessa peninga virði.
--------

Jesús Pétur hvað Frusciante er besti tónlistarmaður í heiminum í dag, maðurinn gefur út 6 plötur á hálfu ári og þær eru hver annarri betri og svo er hann bissý með Piprunum líka. Þessi maður getur bara ekki hætt að semja frábæra tónlist. Hér er lag með honum af plötunni Curtains. Smellið á linkinn fyrir neðan til að sækja lagið.

John frusciante-Time tonight

þriðjudagur, október 25, 2005

Í tilefni kvennadagsins


Jæja, kvennafrídeginum lauk fyrir fjórum mínútum, en hér er einn jafnréttisbrandari sem ég heyrði.


Í fyrirtæki einu niðrí bæ vinna ungur hvítur karlmaður, kona, eldri maður og blökkumaður. En vegna samdráttar í fyrirtækinu varð að reka einn starfsmannanna. Starfsmennirnir fjórir fengu að sjálfsögðu að gera grein fyrir því af hverju þeir ættu ættu ekki að verða reknir.

Fyrstur tekur til máls eldri maður, skriðinn upp í sjötugsaldurinn. Hann segir við yfirmanninn “Þú hefur engan rétt á því að reka mig vegna aldurs, ég er með 40 ára starfsreynslu í þessu fyrirtæki og ég var einn af mönnunum sem byggði þetta fyrirtæki upp með blóðugum höndunum! Það væri hrein mismunun þar sem ég á enn nokkur ár í eftirlaunaaldurinn.

Þegar gamli maðurinn hafði lokið máli stóð konan í fyrirækinu til máls. Hún sagði að hún væri alveg jafn hæfur starfskraftur og karlarnir og ef hún væri rekin þá fengi yfirmaðurinn næst að hitta hana í réttarsalnum þegar hún væri búin að kæra hann fyrir jafnréttisnefnd og það væri hreint kynjamisrétti ef að hún væri rekin.

Yfirmaðurinn sagði þá miðaldra blökkumanni að gera grein fyrir sínu máli. Hann sagði að það lýstu engu öðru en rasískum hugsunarhætti ef hann yrði sá sem yrði rekinn og yfirmaðurinn fengi svo sannarlega að finna til tevatnsins ef hann væri fundinn sekur um það að mismuna öðrum eftir kynþætti.

Eftir ræður hinna starfsmannanna fer ungi hvíti maðurinn að hugsa hvað hann gæti mögulega gert til að halda starfi sínu. Svo segir hann……heyrðu, ég held að ég sé hommi... ♂♂



p.s. Hvernig finnst ykkur sú nýjung að myndskreyta alltaf bloggin?

laugardagur, október 22, 2005

Gubb


Ójjj...ég sá Gubbið(E**eri) í strætó og ég fór út úr strætónum vegna ógleði, svona fólk á ekki að fara út á almannafæri!
Ég man þegar við sungum afmælissönginn fyrir hana, við sungum Það á afmæli í dag. Það voru góðir tímar.
------------------
Djöfull er hressó að White Stripes séu að koma til landsins, en fyrir þá sem ekki vita þá koma þeir til landsins 20.nóvember til að trylla lýðinn í Laugardalshöllinni. Ætla að vona að þeir spili í nýrri og endurbættri höll, hin er með svo lágu sviði :O
------

p.s. Ef þig langar til að láta útvarspmenn gera símahrekk í kunningja þínum, ekki velja hjartaveika kunningjann þinn! Sjá hér: Hjartastopp - Símahrekkur í útvarpsþættinum Zúúber.
Er fólk eitthvað vangefið? Ég kenni ekki hnakkaútvarpsmönnunum um þetta heldur vini hjartveika mannsins....dísus kræst hvað fólk er heimskt.

föstudagur, október 21, 2005

Íslensk tónlist

Eins frábært og árið 2005 virðist vera og ætla að verða í erlendri tónlist, þá get ég ekki orða bundist á þeirri íslensku tónlist sem er áætluð á þessu ári. Langflestar plöturnar eru tökulagaplötur þar sem litlu eða engu er bætt við og afar fáir stórir artistar sem eru að gefa út nýtt efni. Þetta er eflaust góð gróðaleið, að taka upp nokkur gömul lög og troða inn á plötu, en guð minn góður hvað þetta er metnaðarsnautt.

Skammskamm!

þriðjudagur, október 18, 2005

Nóg af kóki

Ég hata þegar maður skrifar blogg sem hverfa......

En já, ég er búinn að fara í klippingu eins og allir vita og vá hvað það er skrítið að vera ekki með hárið ofan í hafragrautnum, hafa það blautt og frosið í marga klukkutíma og að greiða það tíu mínútur á dag. Nei, ég sakna þess ekki.

Annaaaaars er fátt að ske, langar á Airwaves en eitthver asni fattaði upp á að hafa 21 árs aldurstakmark, bölvaður fávitaskapur. Á airwaves hefði ég pottþétt farið að sjá Clap your hands say yeah!, The Zutons, Maus, Bang Gang, Búdrýgindi, Coral og Ensími.

Hvað er annað að ske? Já auðvitað, nýji Football Manager er að koma út eftir 3 daga og að sjálfsögðu kaupir maður hann! Sýnist á demóinu að þessi verði rosalegur......

Jæjajæja, stutt og laggott blogg..

sunnudagur, október 16, 2005

Buff


Jæjajæja, ég lét verða að því að láta lubbann minn fjúka enda var hann farinn að verða til ama. Ég er semsagt orðinn stutthærður og það er ansi skrítið að vera ekki með neitt Buff(hárband) á hausnum enda er ég búinn að vera háður því ansi lengi :O Svo verður manni svo kalt á eyrunum :O
Annars er þetta allt í góðu geimi.....

Mig langar á Airwaves en eitthver asni fattaði upp á að hafa eitthvað risa aldurstakmark, asnar!

Svo þarf marr að fara að fjárfesta í gleraugum, það er hundleiðinleg iðja..

Annars var þetta bara svona stutt og laggott blogg og ekki meira um það að segja.

miðvikudagur, október 12, 2005

Baldur Goth


Jæja, nú get ég ekki staðist mátið og sagt ykkur frá ansi hreint undarlegum atburði.
Þannig er mál með vexti að ég var ásamt bekknum í enskutíma hjá honum Baldri enskukennara. Baldur er frekar venjulegur fimmtugur kall að öðru leiti en því að hann er með spangir og slefar soldið útaf því. En það er ekki sagan.....
Í lok fyrri enskutímans horfir Baldur út um gluggann(og gluggarnir eru þannig að maður getur horft út án þess að fólk sjái mann-speglagluggar) og hann segir frekar hátt "Sjáiði þetta þarna, er þetta eitthvað Goth eða?" og bendir á stelpu sem var í síðum leðurfrakka og eitthvað sjitt. Og auðvitað sprettur allur bekkurinn á fætur til að sjá undrið.
Það voru greinilega ekki allir sáttir með útganginn á stelpunni og öskruðu eitthverjir "Ojjjjjjjjjjjj!!!" og fleira í þeim dúr....og ekki nóg með það, heldur kom einn bekkjarbróðir minn og kallaði yfir bekkinn "Hey, eigum við að opna gluggann og öskra 'FRÍK!!' ?...

Eftir öll hrópin og köllin labbar Baldur út úr stofunni en kemur svo inn fljótt aftur leiðandi eitthverja stelpu..en ekki bara eitthverja stelpu, heldur einmitt Goth stelpuna :O :O :O Fyrst hélt ég að hann væri að sýna okkur eittvað freekshow eða eitthvað en hann segir "Hæ, mig langaði bara að kynna ykkur fyrir dóttur minni, þetta er Erla"........

Stelpan skyldi ekkert í af hverju pabbi hennar var að sýna hana fyrir bekknum og stelpan var eitthvað vandræðaleg og Baldur labbar með henni út. Bekkurinn springur náttúrulega úr hlátri þegar hann var farinn og andrúmsloftið þegar Baldur kom inn aftur var....æjj þið megið bara giska.......

föstudagur, október 07, 2005

Aríaríaríey


Öhhh....ekkert blogg í eina og hálfa viku, slæmt mál :o

Ástæðan er kannski að það er doldið mikið að læra....sem er ekki hressó

Annaaaaars er ekkert mikið að frétta, er að fara að kaupa mér Fender Jazz bass
og það er hressó.

Ef eitthver hefur lesið dönsku bókina "Drengene fra Sankt Petri" má sá hinn sami endilega hafa samband við mig og segja mér um hvað hún fjallar.

Mér finnst fyndið þegar fólk hringir í mann klukkan hálfeitt á nóttunni og segir að það nenni ekki að tala....

Lag líðandi stundar: Red Hot Chili peppers-Californication
Plata líðandi stundar: Pulp-Different class

p.s. Suck my kiss