Kanínan með ljáinn

fimmtudagur, október 27, 2005

Vatnaraunir


Bölvað helvíti. Ég var að fara í stærðfræðipróf í gær þegar ég fékk þá snjöllu hugmynd að klára heila vatnsflösku tveimur mínútum fyrir próf. Eins og ég er vanur kláraði ég flöskuna í einum sopa(eða 13 gúlpum, án þess að anda á milli). Svo þegar ég var í prófinu gerðist það sem gerist þegar maður drekkur mikið vatn á skömmum tíma, ég þurfti á klósettið :O En kennarinn leyfði mér það ekki svo að ég þurfti að vera allt prófið að hugsa um hversu gott væri nú að komast á klóstið, truflaði að sjálfsögðu einbeitinguna á prófinu. Svo sá ég að þetta gekk ekki lengur heldur dreif ég mig að klára prófið og hljóp svo beint á salernið....svo ég kenni vatninu um fallið.
En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í svona vandræðum, gerðist seinast þegar ég fór með Gauta í lúxusbíó og ég drakk svona 7 lítra af Kóki og Sprite blönduðu saman(bragðast eins og Ginger Ale, bara betra) og svo þurfti ég náttúrulega að skreppa á klóstið í miðri mynd, sem betur fer var þetta léleg mynd(King Arthur). Annars er mjög mikið stuð að fara í lúxussalinn, alveg þessa peninga virði.
--------

Jesús Pétur hvað Frusciante er besti tónlistarmaður í heiminum í dag, maðurinn gefur út 6 plötur á hálfu ári og þær eru hver annarri betri og svo er hann bissý með Piprunum líka. Þessi maður getur bara ekki hætt að semja frábæra tónlist. Hér er lag með honum af plötunni Curtains. Smellið á linkinn fyrir neðan til að sækja lagið.

John frusciante-Time tonight

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim