Kanínan með ljáinn

mánudagur, ágúst 29, 2005

Enola gay...og snúðurinn frægi

Þegar ég var rúmlega átta ára gamall þá stal ég snúð. Við Ole fórum upp í Seljavídjó með stóra úlpu og litum mjög grunsamlegir í kringum okkur og stungum svo einum eða tveimur snúðum inn fyrir úlpuna. Svo hlupum við eins hratt og við gátum út úr sjoppunni og hlupum rúmlega 500 metra og fórum í kofa sem var úti í móa. Þar átum við snúðana, skíthræddir um að löggan væri á eftir okkur.

.......

Ég hata þegar bræður mínir stela af mér hleðslutækinu og ég verð símalaus í fleiri fleiri daga.

Ég hata eðlisfræði, en samt get ég hlegið að eðlisfræðikennaranum mínum sem er ssssmámæltari en andskotinn og eitthvernveginn velur hann sér alltaf orð sem innihalda s, eitt eða fleiri. Ég held t.d. að hann hafi notað orðið "ssssnæða" 20 sinnum í fyrsta tímanum.

Ég hata þegar maður fær tveggja tíma gat, því þá er ekki tími til að fara heim. Ég hata enn meira tveggja tíma göt sem enda svo með því að þriðji tíminn fellur niður, og þá svekkir maður sig yfir að hafa ekki farið heim.

......

Fór í fyrsta frönskutímann í dag. Frönskukennarinn er stórskrítin kona, og franska virðist töff tungumál.
.......
Lag dagsins: The Boo Radleys-Wake up Boo!

(klikkið á linkinn til að sækja lagið, það endist í viku á þessum server, þannig að ef þú ert að lesa þetta eftir 5. september geturðu ekki sótt lagið)

p.s. þar sem að það hefur komið eitthvað fokking spam hérna í kommentakerfið sem setur inn eitthver 10 komment af auglýsingum, þá hef ég ákveðið að sporna gegn þessu.

Þannig er mál með vexti að þegar þið ætlið að kommenta þá þurfið þið að skrifa niður eitthvað orð, sjá hér á þessum link.

Þetta er gert því að þetta spam-forrit getur ekki skilið þessa stafi.

laugardagur, ágúst 27, 2005

Sumarið og skólinn

Jæja, sumarið er liðið og það allt alltof fljótt.

Það sem gerðist í sumar var:

Vinna hjá póstinum, fínasta vinna.
Fótbolti, ekki nógu oft
Göngutúrar, alltof fáir
Fara í bíó...nei, ekkert bíó
Labba fimmvörðuháls(27 km eða eitthvað) það var fínt að labba þetta en algjör hörmung að vera í heilan sólarhring að gera ekki neitt.
Kaupa græjur, hressó græjur mhmmm...
Hlusta mikið á tónlist(aðallega í vinnunni þó, svona 3-5 diskar á dag :O )
Fór á nokkra FRAM leiki, hefði þó viljað fara á fleiri, stefni á að fara á þá sem eftir eru á mótinu.
Fór ekkert til útlanda, sem er synd og skömm...langar til Mallorca! :O

_____________________________________

Svo er skólinn byrjaður, bekkurinn gjörbreyttur frá í fyrra, virðist vera svolítið yfir meðallagi af hnökkum sem er ekki alveg nógu hresst. Danni, Snorri, Dögg og Leibbi öll farin eitthvert annað og ég skilinn einn eftir...ississ bara eins gott að þetta reddist alltsaman.

Ahbú...

mánudagur, ágúst 22, 2005

Nokkrir hlutir

Dalí átti afmæli sama dag og Reykjavíkurborg, þann 18. ágúst. Hann varð 9 ára gamall, eða 49 í hundaárum Svo áttu Regína og Trausti týndi afmæli þann 17. ágúst. Til hamingju með það öllsömul ;)
________________

Fólk á ekki að kovera Bítlana, það heppnast aldrei.
Bara Jón Ólafsson og KK mega kovera Megas.

Kókópöffs í litlum pökkum minnir mig rosalega mikið á Ömmu Þóru og Afa Harra enda hef ég eytt ófáum dögunum hjá þeim í að borða kókópöffs, þó ekki nógu mikið undanfarið.

Hinsvegar minnir Starburst og Mentos nammi mig á Afa tæta og Ömmu Bíbí, enda áttu þau alltaf lager af því til.

Ég ætla að kaupa mér 70 diska þegar ég fer til Englands um jólin(á Liverpool leik). Ætla nefnilega að vera svona "góður downloadari"...gæti þó verið að ég kaupi diskana í tveimur áföngum.

Ég man þegar Nokia 3310 var langvinsælasti síminn, var eitthverntíma úti í fótbolta með Danna, Öllu, Dodda og eitthverjum fleirum og það voru 6 svona símar geymdir í markinu. Skil þetta samt ekki þar sem þessir símar eru bölvað drasl. Sem minnir mig á það, sakna þeirra tíma þegar þessi ofantaldi hópur var alltaf í fótbolta í gúddí fíling, enginn kunni neitt en samt skemmtu allir sér...

Og ég sakna þess reyndar að æfa fótbolta, ætti maður að byrja aftur fyrir afa?

Ég man þegar ég, Binni Steingríms, Raggi og Trausti vorum alltaf í Super Nintendo tölvunni hans Trausta, á eldgömlu sjónvarpi. Ég man líka eftir Sega Mega tölvunni minni sem ég átti bara tvo eða þrjá leiki í, samt æðisleg tölva.

Ég man þegar ég, Ole og Dammi vorum alltaf að gera brennur og brenna olíutússa...wildboyz marr.

Ég man þegar ég og Maggi frændi vorum í Simpsons Studio tölvuleiknum að búa til hallærislegar teiknimyndir...

Ég man þegar ég var að gera armbeygjur á æfingu og Hlynur(í FRAM) sagði "þú ættir að fara á heimsmeistaramótið í armbeygjum" og svo hló hann vel og lengi. Ég man hvað mér þótti þetta ófyndið og síðan þá hef ég alltaf reynt að koma mér undan að gera armbeygjur.

Ég man að áður en Ole flutti til Noregs í eitt ár þá var það seinasta sem ég sá af honum þegar hann skilaði mér eitthverjum Lego-bíl.

Ég man þegar ég "dansaði" við AC/DC á stofugólfinu hjá Gauta.

ég man margt....ég er svo mahagnaður

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Afi

Afi minn, Haraldur Steinþórsson dó þann 16. ágúst á Landspítalanum. Hann hefði orðið áttræður í desember og hafði lengi glímt við veikindi en alltaf náð að sigrast á þeim einungis vegna mikils viljastyrks. Hann lamaðist t.d. á hægri hendinni en það stoppaði hann ekki, því hann lærði að skrifa upp á nýtt með þeirri vinstri og hann skrifaði þó betur en margir gera með sinni réttu hendi.

Afi er ástæðan fyrir því að ég er FRAMari, hann var formaður FRAM í 5 ár og mætti alltaf á völlinn til að hvetja sína menn alveg þar til hann veiktist í hinsta sinn. Ég veit að hann mun ekkert vilja heitar en að FRAM vinni bikarinn gegn Val og mikið ég vildi að hann gæti komið að sjá þann leik. Meiri FRAMara verður erfitt að finna og afi var mikil hetja.


When you walk through a storm,
Hold your head up high,
And don't be afraid of the dark.
At the end of a storm,
There's a golden sky,
And the sweet silver song of a lark.
Walk on through the wind,
Walk on through the rain,
Though your dreams be tossed and blown..
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
You'll never walk alone.

laugardagur, ágúst 13, 2005

Hugsanaskynvillur

Stal þessum spurningalista og í einfaldleika mínum ákvað ég að svara honum...here you go

Núverandi föt: gallabuxur og langermabolur
Núverandi skap: bara fínt
Núverandi hár: blautt og sítt
Núverandi pirringur: vill að liverpool leikurinn byrji strax en ekki eftir tvo tíma

Núverandi lykt: sjampólykt

Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: öhh…sofa

Núverandi skartgripir: Bleika Friends Power bandið sem hlynur gaf mér

Núverandi áhyggja: Ætli liverpool vinni Middslesbrough?
Núverandi löngun: Að liverpool vinni Middlesbrough

Núverandi tónlist: Bítlarnir-Martha my dear
Núverandi ósk: Að liverpool vinni deildina

Núverandi texti á heilanum: martha my dear dadadad

Núverandi undirföt: eitthvað boxer dæmi

Núverandi eftirsjá: Að hafa ekki hlustað meira á Muse áður en ég fór á tónleikana

Núverandi display pic: Á msn er það mynd af manni með gleraugu og fönkí klippingu, á desktoppnum er það eitthver Stonhedge mynd
Núverandi áætlanir fyrir kvöld: Fara í fótbolta

Núverandi vonbrigði: Skólinn að byrja
Núverandi skemmtun: Svara þessum gríðarskemmtilegu spurningum

Núverandi ást: Engin
Núverandi manneskja sem ég forðast: Gamlir kennarar

Núverandi hlutir á veggnum: Öhh..nokkuð mörg fótboltaplaköt, plötuumslög og listaverk. Mallorca fáni í loftinu.
Núverandi uppáhalds bók: Harry potter 3

Núverandi uppáhalds mynd: Downfall, eða shawshank redemption
Núverandi uppáhalds hljómsveit: Stone roses

Núverandi uppáhalds þáttur: Family guy, horfi annars voða lítið á sjónvarp

Núverandi uppáhalds lag: Maximo Park-The coast is always changing
Núverandi inneign: 436 krónur og 36 aurar

Núverandi símavinur: huh?

Núverandi hlutur til að vera stolt af: Fyrir hvað ég er bestur, og púllari

Núverandi pæling: Hvað ætli gerist ef maður myndi setja víti inní kött?

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Gerist það mikið svakalegra?

Jæja, ég skrapp í strætó í gær og það gerðist nokkuð kyngimagnað þar. Ég settist niður í strætóinn og þá verður hann kreisí og snýr við og fer sömu leið og hann kom. Og svo komu krakkar inn í vagninn og einn af þeim var mikið málaður en ég þóttist þekkja hana, hugsaði með mér "hmmm, mikið er Sunna máluð í dag" en svo leið ekki á löngu þar til önnur stelpa, sem ég þóttist líkja þekkja settist niður í vagninn. Ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið að gerast, Sunna var búin að setjast og það kom önnur inn sem ég hélt líka að væri Sunna :o

Og eftir miklar vangaveltur komst ég að því að seinni manneskjan var hin eina sanna Sunna, en þá fór ég að velta fyrir mér hver hin stelpan væri. Ég held að það sé, skemmtilegt nokk, stelpa sem ég hitti í fyrra og heitir einmitt.....jú þið getið rétt, Sunna :O

Semsagt, Sunna kemur inn í strætó en ég held að hún sé önnur sunna og svo kemur hin rétta sunna inn í vagninn og þá er Sunna 1 líka í vagninum...

Já krakkar mínir, í strætó gerast hlutirnir svo sannarlega!


p.s. Regína, FRAM er komið upp fyrir kr á töflunni frægu.....HAHHAHAHA!

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Feitur skóþvengur

Hresst þessa stundina er:

Kóngulóafótbolti

Pílabólus(sjá mynd, gaman að gera svona, eða reyna!)

Fótbolti

FRAM

Hljómsveitirnar Maximo Park og The Shins

Þetta forrit

Popppunktsspilið

Að vera búinn að vinna fyrir hádegi

Family guy


Ekki hresst þessa stundina er:


skólinn sem er að byrja bráðum

Veðrið er aldrei gott hérna

Ég er ekkert búinn að ferðast í sumar

Mig vantar sjónvarp

Sjónvarpskortið mitt virkar ekki


p.s. finnst fólki það ekki soldið kaldhæðið að kjarnorkusprengjan sem hent var á Hirosima hét Enola Gay, og í dag er einmitt Gay pride í h-marki...nei bara svona pæling