Kanínan með ljáinn

þriðjudagur, október 25, 2005

Í tilefni kvennadagsins


Jæja, kvennafrídeginum lauk fyrir fjórum mínútum, en hér er einn jafnréttisbrandari sem ég heyrði.


Í fyrirtæki einu niðrí bæ vinna ungur hvítur karlmaður, kona, eldri maður og blökkumaður. En vegna samdráttar í fyrirtækinu varð að reka einn starfsmannanna. Starfsmennirnir fjórir fengu að sjálfsögðu að gera grein fyrir því af hverju þeir ættu ættu ekki að verða reknir.

Fyrstur tekur til máls eldri maður, skriðinn upp í sjötugsaldurinn. Hann segir við yfirmanninn “Þú hefur engan rétt á því að reka mig vegna aldurs, ég er með 40 ára starfsreynslu í þessu fyrirtæki og ég var einn af mönnunum sem byggði þetta fyrirtæki upp með blóðugum höndunum! Það væri hrein mismunun þar sem ég á enn nokkur ár í eftirlaunaaldurinn.

Þegar gamli maðurinn hafði lokið máli stóð konan í fyrirækinu til máls. Hún sagði að hún væri alveg jafn hæfur starfskraftur og karlarnir og ef hún væri rekin þá fengi yfirmaðurinn næst að hitta hana í réttarsalnum þegar hún væri búin að kæra hann fyrir jafnréttisnefnd og það væri hreint kynjamisrétti ef að hún væri rekin.

Yfirmaðurinn sagði þá miðaldra blökkumanni að gera grein fyrir sínu máli. Hann sagði að það lýstu engu öðru en rasískum hugsunarhætti ef hann yrði sá sem yrði rekinn og yfirmaðurinn fengi svo sannarlega að finna til tevatnsins ef hann væri fundinn sekur um það að mismuna öðrum eftir kynþætti.

Eftir ræður hinna starfsmannanna fer ungi hvíti maðurinn að hugsa hvað hann gæti mögulega gert til að halda starfi sínu. Svo segir hann……heyrðu, ég held að ég sé hommi... ♂♂



p.s. Hvernig finnst ykkur sú nýjung að myndskreyta alltaf bloggin?

2 Ummæli:

  • At 12:21 f.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    hohoho.. ágætis brandari þarna á ferð!!!.. en hvað ef konan væri líka lessa!!!

    Dang

    allavega.. Til hamingju með daginn allar konur!!


    b.t.w.. lýst vel á myndskreytingarnar!!

     
  • At 10:25 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Hahaha :D... nokkuð til í þessum brandara samt...

    En já, myndirnar, þetta er skemmtileg hugmynd og var ég sjálfur, eftir að hafa loks fattað hvernig maður setur inn myndir:P, búinn að ákveða það að skella inn af og til skemmtilegum myndum, svona til að hressa upp á þetta...

    frábær hugmynd hjá þér!

    og já, styttist í FM! :D

     

Skrifa ummæli

<< Heim