Jólin
íPoddinn minn bilaði í morgun. Því var ég ekki með neina tónlist til að hlusta á við útburðinn. En ég held þetta hafi verið lán í óláni því að þegar ég var að bera út fann ég fyrir hinum sanna anda jólanna, í fyrsta skipti. Var að verða frekar vonlaus á þetta allt saman en þegar ég fór að bera út snjóaði jólalegasta snjó sem ég hef séð, snjókornin flugu hægt og rólega til jarðar og kyrrðin var algjör. Dásamlegt alveg hreint.
-------
Annars bara gleðileg jól allir saman, fer til Englands á jóladag og kem aftur á nýársdag þannig að það verður væntanlega ekki mikið um blogg þangað til, nema ég komist í tölvu í Englandi.
-------
Annars bara gleðileg jól allir saman, fer til Englands á jóladag og kem aftur á nýársdag þannig að það verður væntanlega ekki mikið um blogg þangað til, nema ég komist í tölvu í Englandi.
1 Ummæli:
At 4:51 e.h., Nafnlaus sagði…
Skemmtu þér konunglega þarna úti og taktu everton mennina og tuskaðu þá til :D
Annars segi ég nú bara gleðileg jól!
Skrifa ummæli
<< Heim