Kanínan með ljáinn

mánudagur, febrúar 28, 2005

Afmæli!

Já, ég á eins árs bloggafmæli í dag og það þykir mér ansi fínn árangur miðað við marga aðra sem hafa reynt fyrir sér í blogginu.

Ég hef lagt meira í gæði frekar en magn blogga og því er ég ekki með 360 blogg eða eitthvað álíka, þau eru nær 90.
9 hér á blogspot og svo 81 á folk.is síðunni minni sálugu. Mikill hluti af þessu eru persónuleg ljóð(ljóð samin um eitthvern ákveðinn, fólk sem ég þekki) en eins og menn vita er maður stundum langtímum saman með ritstíflu og þessháttar þegar kemur að ljóðagerð.

Upphaflega lagði ég upp með að kvarta yfir öllum mögulegum hlutum en svo tók jákvæðnin við þar sem ég var búinn með allt nöldurtengt :p

Nú í dag eru flest bloggin mun lengri en í þá gömlu góðu daga og er það vel, að mínu mati.



Svo eru það fleiri sem eiga afmæli í dag, þar á meðal pappi minn og hamingjuóskir þangað takk fyrir.

föstudagur, febrúar 25, 2005

"Svona stór strákur á ekki að vera ekki í fótbolta!"

Vá hvað ég er ekki að standa mig hérna í þessari vefdagbók.

En finnst ykkur ekki asnalegt að byrja setningu á litlum staf og enda á punkti?


annars þá vorum við Ole og Hlynur búnir að fá staðfestan tíma hjá Danna skóló í sambandi við fúsball mót í gamla óldskúlnum. Það verður án efa hresst enda fúsballinn þjóðaríþrótt árgangs '88. Einnig var gaman að skoða hvað það hefur lítið breyst í skólanum, nema kannski að starfsfólkið er miklu glaðara að sjá mann núna en í þá gömlu góðu.

Hvað fyrirsögnina varðar þá sagði hinn landsþekkti dómari MaggiPé þetta við mig þegar ég fór að versla í búðinni hans, Jóa útherja sem er bæðevei klassabúð. Það kitlaði mig vissulega að íhuga að byrja aftur í boltanum þegar hann sagði þetta, en held að ég byrji samt sem áður ekki aftur að æfa reglulega-held ég sé kominn úr allri leikæfingu og þessháttar. En við Hlynur höfum lengi ætlað okkur að stofna utandeildarlið sem mun bera nafnið Hrútur. Ég vonast til að liðið spili í heiðbláum treyjum og hvítum stuttbuxum. Ef það fæst ekki samþykkt þá er málið alrauður og glæsilegur búningur. Reyndar á eftir að smala fólki í liðið, en ef fólk telur sig kunna eitthvað í fótbolta þá er um að gera að djóína Hrút svo við getum kannski keppt í utandeildinni í sumar. Ég er fullviss um að við munum einn daginn meikaða upp í þriðju deildina og jafnvel ofar, gætum kannski hitt ÍR-ingana í annarri deildinni *skotskot*
Pælið íðí hvað það væri magnað ef að Hrútur verði kominn upp fyrir ÍR-inganna í náinni framtíð, það væri draumur í dós.


Vil svo óska góðvini mínum og bekkjarfélaga Leibba til hamingju með 17 ára afmælið, hann fer að fá bílpróf og held ég að umferðarmenning landsins skáni nú ekki við það, beware:o

">

Eitthvernveginn svona held ég að vegfarendur verði á svipinn þegar Leibbi nálgast á bílnum sínum :o



p.s.
http://easy.go.is/biggithebug/myndir/billi_lyta.jpg">
Ofurtöffarinn Pálmi trúði að Billi hafi farið í lýtaaðgerð og liti svona út í dag. Er þetta svona vel fótósjoppað eða er Pálmi eitthvað gaga?






baaaaahhhhhh.....myndirnar ekki að virka hér urrrrrrrr

http://www.wingwongswok.net/USEF/fatty.jpg">
http://www.hugi.is/info/garfield.gif">

mánudagur, febrúar 14, 2005

Nú fagna allir góðir menn

Já, nú er tilefni til að fagna þar sem loksins er hægt að pósta kommenti auðveldlega(eins og á folk.is og blog central) þannig að bara...já

Annars afsakið að lítið hefur heyrst frá mér að undanförnu en það sem er aðallega að frétta er að sólarhringurinn minn hefur verið í fokki, ef ég sofna nóttina áður en ég fer í skólann eru það 1-4 klukkutímar, en er núna að fá eitthver svona svefnlyf sem eiga að bæta það þannig að lalala...von á fleiri og hressari bloggum í tilefni þess.

Svo er ég kominn með nýjan I-pod eða poddara eins og ég kýs að kalla hann í daglegu tali. Hinn hafði skemmst og var búinn að vera í viðgerðar processi í þrjá mánuði(eyðilagðist í byrjun desember, sendi hann með frænku minni til USA um miðjan janúar, hún setti hann í viðgerð og svo fékk ég hann loks í byrjun febrúar heim til íslands)

Svo vil ég kvarta yfir hvað þetta poddara h3lv3d3 rispast auðveldlega, fær þvílíka stjörnumeðferð hjá mér, geymdi það í plastinu sem var í tösku og geymdi það alltaf í tómum vasa, samt eru komnar smárispur...urr urr


Mæli að lokum með Colgate herbal white tannkreminu, það smakkast eins og blár ópal...sem er hresst:D



http://www.conezone.co.uk/

Á þessari Conezone síðu má fá Conan o Brien þætti seinustu vika, allt á innlendu downloadi. Conan er eitthver mesti snillingur veraldar, og ég mæli sérstaklega með klippunni Molecular man og bara þáttunum yfir höfuð...jammjammjamm