Kanínan með ljáinn

föstudagur, apríl 29, 2005

Family guy...

Jájájájá :D Fyrsti þátturinn í fjórðu seríu af Family guy hefur lekið á netið...og ég nældi mér í hann :D

Þessi þáttur lofar MJÖG góðu og ég hló mig máttlausan allan tímann yfir honum.....jíhaaaaa:D:D:D

svo kaupir maður að sjálfsögðu seríuna þegar hún kemur á DVD, um að gera að styrkja þessa snillinga sem standa að þessum þáttum....bestu þættir í heimi og hananú!

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Ef þú smælar framan í heiminn smælar heimurinn framan í þig

jájá...liverpool að gera 0-0 jafntefli við Chelsea á útivelli...fín úrslit og við erum að færast skrefi nær meistaradeildinni:D

ætti maður að skella sér á Franz Ferdinand?

Er búinn að vera að læra nánast samfleytt í þrjár vikur:o...tók fyrsta prófið í gær-félagsfræði, hún gekk bara fjári vel og ég er hress með það!

Af hverju ætti ég að taka bílpróf?:o

Ætti ég að fara á Liverpool-Chelsea í næstu viku? og sleppa prófunum? kannski:o

komið nóg

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Ah bú

jæja, þá fer skólaárinu senn að ljúka...úff og púff og fjúff...

búið að vera fremur strembið ár, 8 manns dottnir úr bekknum mínum(vorum 27 í byrjun ef ég man rétt) sem mér finnst frekar há tala...svo eiga fleiri eftir að falla/skipta um skóla

Annars er ég búinn að vera tvær undanfarnar vikur fastur á bókasafninu að læra :o...en það er samt alveg ágætt sossum, hefði samt frekar átt að læra eitthvað í vetur *flautiflaut*

ég sakna Deilis og Valhallar:(

Getiði ímyndað ykkur steypireiði að hafa mök...limurinn 5 metrar og við sáðlát losna út hundruðir lítrar af sæði :o ekki myndi ég vilja verða fyrir því, ætli steypireiðan kyngi?.....æ kannski fulllangt gengið :p

ég elska vínber

mánudagur, apríl 18, 2005

Mongólíti eða Megas?

Hver man ekki eftir þessum fræga tvíhöfðaskedds

Hey hvar er Megas?
-Ég er Megas
Nei, þú ert nú bara mongólíti...

En já, hef verið að sökkva mér inn í verkin hans Megasar að undanförnu og vá hvað þetta er allt saman magnað:o Er t.d. búinn að hlusta 40 sinnum á lagið Tvær stjörnur og yfir tuttugu sinnum á Við Birkiland. Svo eru bara ótalmörg meistarastykki sem þessi maður hefur sent frá sér...Best of platan hans, 1972-2002 er rosaleg, á ekki mikið meira því miður.
En kallinn er eins og flestir vita orðinn sextugur og vonum að hann fari nú að koma frá sér nýrri plötu, heyrst hefur að Megas og Súkkat(=Megasukk) sé með plötu í burðarliðnum, en þar sem tveir snillingar koma saman þá getur útkoman ekki klikkað...

föstudagur, apríl 15, 2005

Dannilíuz

Einn skakkur og skrýtinn maður

gekk skakka og skælda braut,

fann skakka og skælda krónu

í skakkri og skældri laut

og skakka og skælda kisu

með skakka og skælda mús.

Svo fór hann heim með fund sinn

í skælt og skrýtið hús


Vó...

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Tilgangslaust?

Af hverju finnst mér eins og ég sé að skrifa þessi blogg bara fyrir sjálfan mig?

Allavega þá nenni ég þessu ekki lengur ef þetta verður svona áfram.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Helvedes

Fór og ætlaði í bíó í gær á myndina Downfall(þýsk mynd um Hitler)....Það var uppselt á myndina

Fór því og ákvað að fá mér pizzu á Devito's...pizzan olli mér miklum vonbrigðum og var hreinlega vond...urrrr

Fór svo að bíða eftir strædó á hlemmi, þar sem hlemmur er fáránlega hannaður missti ég af svona fimm strætóum(allir fara á sama tíma :S) og beið því lengi

Þetta jók ekki beint álit mitt á miðbænum, það lækkar með hverri ferð sem ég fer þangað...og skondið að ég hafi unnið í Bónus á laugavegi í svona 4 mánuði og vissi ekki að Regnboginn var svona tveimur húsum frá...

sunnudagur, apríl 03, 2005

Frúgt

Djöfull er ég orðinn háður vatnsmelónum :o

er farinn að éta þetta í kannski aðeins og gígantísku magni, en þetta er nú samt hollt og gott ;)

Liverpool vann í gær og er enn í fullri baráttu um meistaradeildarsæti, þökk sé Igori nokkrum Biscan *trúdd*

Danhel hefur verið að skora á mig að fara í leiklistina á næsta ári, kannski maður láti slag standa og prófi þetta, ég efast stórlega að í mér búist leikari en ég get þá bara sinnt eitthverju öðru.

Og síðast en ekki síst þá er búið að tilkynna komu þriggja stórhljómsveita í viðbót...FooFighters og Queens of the Stone Age munu spila saman á tónlistarfestivali í Egilshöll væntanlega með fleiri hljómsveitum. Svo munu gömlu kallarnir í Duran Duran heiðra okkur með komu sinni, aldrei að vita nema maður kíki. Þetta verður jafnvel betra tónleikasumar en í fyrra og þá er mikið sagt, bara að vona að Piprarnir komi til að toppa alltsaman :D