Kanínan með ljáinn

mánudagur, janúar 09, 2006

Blogg


Sælinú og afsakið að ég hef ekki bloggað í nokkrar vikur. Það sem hefur gerst síðan ég bloggaði seimast er mismerkilegt. Merkilegast er að sjálfsögðu ferð mín til Liverpool en þar sá ég þrjá leiki sem unnust allir. Leiðinda endir varð þó á ferðinni þegar við festumst í umferðarteppu í London á sjálfum áramótunum og ég fékk ekki að sjá einn einasta flugeld, virkilega skítt. Ekki batnaði það svo þegar við villtumst í London og keyrðum samtals í 13 klukkutíma á einum degi, fórum á flugvöllinn og biðum í 5 tíma, flugum heim í 3 tíma og keyrðum svo loks heim af flugvellinum í klukkutíma. Þannig að þessi gamlársdagur var heldur betur slappur.
---
Í Liverpool kláraði ég að versla í geisladiskasafnið mitt, keypti mér heila 40 diska og er núna kominn upp í rúmlega 150 diska sem ég tel nokkuð ágætt miðað við aldur og fyrri störf. Ég held að ég hafi keypt 100 af þessum diskum á seinustu þremur mánuðum, ágætt það.
---
Skellti mér svo í bíó og sá Narníu(ljónið, nornin og skápurinn) og sú mynd fannst mér ekki nógu góð, fannst hún ekki nógu "stór" eitthvern veginn. En ágætis mynd sosömm.
---
Tölvan mín er biluð svo ég þarf að vera í eitthverri bölvaðri fartölvu og það dregur úr allri nennu til að blogga, hata fartölvur. Ef eitthver á Windows XP disk til að lána mér má sá hinn sami endilega láta mig vita.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim