Kanínan með ljáinn

mánudagur, janúar 31, 2005

Kónguló dauðans



Það var sólríkur sumardagur þegar og ég var ekki nema 6 ára gamall. Æfingin var búin og ég var búinn að bíða eftir pabba í heilar 20 mínútur og ekki leist mér á blikuna. Hélt jafnvel að hann hafi lent í slysi og látist og öll fjölskyldan með. Á meðan ég beið þá sá ég þennan gríðarstóra og fallega hannaða kóngulóarvef. Ég horfði gáttaður á vefinn og fannst ótrúlegt hvernig svona lítil skepna eins og kónguló gæti gert svona gríðarfallega smíð. Kóngulóin sat þarna í miðjum vefnum eins og kóngur í hásæti og horfði stolt á ríkidæmi sitt. Þótt vefurinn væri fallegur var hann samt sem áður eins og vígvöllur þar sem allir höfðu látist nema einn. Tugir ef ekki hundruðir flugna lágu í valnum og kóngulóin ein eftir á lífi. En hún virtist ekki sakna flugnanna neitt eins og maður hefði búist við ef maður sæti einn eftir á vígvelli og ekkert lífsmark í kringum sig. Kóngulóin tók sig meira að segja til og fékk sér að snæða af einu fórnarlambinu eins og ekkert væri sjálfsagðara og naut þess greinilega mikið. Skal kannski engan undra enda flugur bæði hollar og góðar segja þeir sem þær hafa smakkað.

Enn bættust við fórnarlömb á vígvöllinn, flugur sem flugu í vefinn eins og bandóðir japanar á Pearl Harbour, nema hvað að flugurnar ollu engum nema sjálfum sér skaða og tjóni, misheppnaðir píslarvottar. Kóngulóin fann allt í einu þörf hjá sér að bæta meistaravefinn sinn og tók augljóslega ekki mark á málshættinum “if it ain’t broken don’t fix it”. Kóngulóin vígreifa gerði við vefinn og hann varð enn glæsilegri en áður og átti vafalaust eftir að valda mörgum flugum hugarangri, því hann var frábærlega staðsettur. Staðsettur fremst á loftræstiröri með nægri hlýju og yl þar sem flugurnar hefðu gjarnan vilja leita sér skjóls á köldum nóttum. Auk þess var þarna inni epli fallegt, hálfétið, svo flugurnar þyrftu ekki einu sinni að skræla það. Er ekki nema von að flugurnar sæktu þetta ákveðna loftræstirör.

En nú varð ég að hætta að horfa á þessa gríðarlegu baráttu kóngulóarinnar við vesælar flugurnar þar sem pabbi var kominn, 40 mínútum á eftir áætlun. Hann hafði bara tafist aðeins við að skeina hundinn sem hafði gert smá “úbbs” í feldinn sinn fína.

Stjáni Stuð

föstudagur, janúar 28, 2005

Merkjafrík

Ég vaknaði í morgun og klæddi mig í Sports bolinn minn. Ég var að sjálfsögðu í New Sport stuttbuxunum. Basaðist svo við að klæða mig í Sock sport sokkana. Þar sem ég var að fara út að labba til félaga míns sem bjó spölkorn frá mér ákvað ég að taka Panasony geislaspilarann með mér, en nei! :o Spilarinn var batteríslaus. Fór þess vegna í batterísskúffuna sem full var af Super Extra Heavy Duty batteríum. Diskurinn sem ég setti í var skrifaður diskur, Burnable Cd. Efnið á disknum var hljómsveitin The Band-vá hvað ég elska þá..mvah!
Þá var ég klæddur og kominn á ról en...eða úbbs...gleymdi skónum-hvernig læt ég. Já þarna voru þeir frekar skítugir Super Sports skórnir.
Ég kom við í Sjoppunni og keypti mér Hálsbrjóstsykur vegna þess hve illa ég lyktaði í munninum, sem er skrítið þar sem ég var tiltölulega nýbúinn að bursta mig með Toothpaste tannkreminu sem ég fékk í Búðinni.
Þá var ég loksin kominn á leiðarenda í Bæ.


sunnudagur, janúar 23, 2005

Ég mæli með...

Já afsakið afsakið afsakið að ég hafi ekki bloggað í ár og daga, en ég vil kenna kerfinu um(bloggkerfinu það er að segja) en það hefur verið að stríða mér.

En já, meðmæli mín eru eftirfarandi(smá brainstorm)

  • Lagið Austurstræti með Ladda
  • Stone roses-bara að minna á það að það er besta hljómsveit í heimi;)
  • Aladdin og Lion king-Klassískar teiknimyndir sem maður vex aldrei upp úr
  • Tónlistinni úr fyrrnefndum myndum
  • Ipod-í þeim tilfellum þegar hann virkar
  • Flensan-þegar hún herjar á kennara þá þýðir það bara eitt...FRÍ
  • Ókeypis downloadi-einstaklega þægilegt að downloada eins mikið af fótboltavídjóum og fleiru skemmtilegu án þess að hafa áhyggjur af neinu
  • Hungarian Rhapsody no. 15 eftir Franz Liszt
  • Shawshank redemption-þrælgóð bíómynd sem allir ættu að vera búnir að sjá
  • Gmail-1 gb e-mail...afar hentugt að geta sent sér eins mikið af fælum og maður vill og þurfa aldrei að deleta


Svo mæli ég EKKI með

  • Tölvum sem rístarta sér uppúr engu
  • Að snúa sólarhringnum við
  • Stærðfræðinni sem ég er að læra
  • Félagsfræðikennaranum mínum sem er egóisti og talar um eitthverja félagsfræðinga eins og vini sína og segir alltaf Menntaskólinn við Sund en aldrei bara MS.....sem er bögg
  • Miklu hári sem þvælist fyrir manni
  • Mæli sterklega gegn því að Tvíhöfðinn minn hætti í útvarpi, þó sú sé líklegast raunin eins og mál standa í dag. En þeir hyggjast samt halda áfram á öðrum miðli, sem sleppur svosem

Þá er það komið

Smellið hér fyrir Step by step myndir sem sýna hvernig á að kommenta hér...

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Ádds

Nú í morgun rétt áður en ég fór í skólann atvikaðist svolítið undarlegt.

Ég rankaði allt í einu á miðju gólfinu í herberginu mínu með þennan þvílíka hausverk og kúlu á hausnum. Ég man ekki hvernig ég komst á gólfið, en mig minnir að ég hafi verið vakandi nokkrum mínútum áður, svo ég hef annaðhvort dottið úr rúminu í svefni(man þó ekki eftir því að mig hafi verið að dreyma illa) eða þá að ég hafi einfaldlega misst meðvitund. Ég minnist þess ekki að þvíumlíkt hafi skeð fyrir mig áður. Kúlan er að mestu leyti farin en samt er ég sár á enninu...jisús.

Þetta óhapp varð til þess að mér varð óglatt og með hausverk eins og áður segir og hindraði það mig frá því að mæta í skólann, í staðinn hlustaði ég á eiturhressan tvíhöfðann..oinkoink.



Ef þið viljið kommenta þá kommentið þið bara sem Anymous, farið í Post a comment og gerið "Post anymously".

Það er að segja, farið í þar sem stendur kannski 1 comment(eða eitthver tala) og þar inni stendur Post a comment. Þegar ýtt er á þann link er ýtt á "
Post anymously".

laugardagur, janúar 08, 2005

Doktorsritgerð

Fjölmargir þættir geta haft áhrif á fólk, bæði góð og slæm. Unglingar eru þó veikari en aðrir fyrir utanaðkomandi áreiti hvað varðar tísku og þvíumlíkt og sumir gera hvað sem er til að falla inn í hópinn, meðan aðrir gera allt til að falla ekki inn í hópinn(en falla þó í þann hóp fólks sem vill ekki falla inn í hópinn, þetta hefur maður oft séð.) Þeir þættir sem ég tel hafa mest áhrif á mína framkomu, hegðun, líðan og klæðaburð er eftirfarandi:

  • Vinirnir-Fólkið sem maður umgengst mest mótast maður að sjálfsögðu mikið af, mest þó andlega. Það heyrir til undantekninga ef félagarnir úr vinahópnum hafa svipaðan eða eins fatastíl.
  • Sjónvarp- Það sem ég sé í sjónvarpinu gefur mér ýmsar hugmyndir um hvernig ég á að haga mér í ákveðnum aðstæðum. Þótt að sjónvarpsþættirnir séu ekkert alltaf að sýna 100% raunveruleika þá eru margir þættir sem koma nærri því. Húmor minn byggir að eitthverju leiti á efni sem ég hef séð úr sjónvarpinu og það klikkar ekki að rifja upp “golden moments” úr eitthverjum sjónvarpsþættinum í góðra vina hópi.
  • Tímarit- Margt sem ég les í tímaritum hefur áhrif á hvað ég geri og hvað ég geri ekki. Þar sé ég hvað er “inn” og hvað er “út” og þótt ég fylgi ekki mikið því sem er inn þá vil ég nú helst ekki gera neitt mikið af því sem þykir ekki hipp og kúl.
  • Tónlistin- Tónlistin sem ég hlusta á er alltof fjölbreytt til að ég geti fylgt eitthverri tísku sem fylgir ákveðinni tegund af tónlist. Hlusta á tónlist frá hippatímanum,diskótímabilinu, pönksenunni, 80’s og svo því sem er að gerast í dag. Allt þetta hafði sinn stíl og fylgi ég því ekki frekar en öðru. Tónlistin hefur vissulega mikil áhrif á hvað ég tala um við vini mína enda er hún eitt af aðaláhugamálunum mínum.
  • Fatatíska- Ég er ekki sú týpa sem hleyp strax út í næstu búð og kaupi eitthvað ef ég sé það auglýst í eitthverju glanstímaritinu. Ég kaupi mér bara þau föt sem mér finnst þokkalega smekkleg og þægileg og eru ekki rándýr.
  • Íþróttir- Ég er mikill íþróttamaður, þá sérstaklega þegar kemur að fótbolta. Líðan mín stjórnast stundum mikið af því hvernig uppáhalds liðunum mínum er að ganga. Ef þau tapa þá verð ég oft ansi pirraður, en þó oftast bara stutt í einu. Ef liðin vinna hinsvegar, þá getur það bjargað slæmum degi fyrir mig. Ég fylgist mikið með fréttum úr íþróttaheiminum og það hefur meðal annars áhrif á hvernig ég les blöðin og skoða internetið. Ég skipulegg oft atburði kringum íþróttaviðburði, og eru íþróttirnar oft efst í forgangsröðinni.
  • Skólinn- Skólinn hefur mótað mig einna mest. Þar kynntist ég langflestum vinum minum og þar lærði ég að umgangast annað fólk. Þaðan hef ég mesta vitneskju mína og í skólanum hafa margir af bestu hlutum míns lífs skeð. Í skólanum sést kannski einna best hvað er í tísku þar sem að það er jú fólkið sem mótar tískuna að langmestu leyti.
  • Slys- Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum alvarlegum slysum og ekki neitt af fólkinu sem ég umgengst. Ég veit það þó fyrir víst að ef slíkt myndi henda þá myndi það hafa ómæld áhrif á mig og þá sem í kringum mig eru.
  • Mistök- Ég held að mistökin sem maður hefur gert í lífinu hafi alltaf mikil áhrif, því ekki vill maður gera sömu mistökin tvisvar. Mistökin eru til að læra af þeim og þau eru ófá sem ég hef gert. Það sem drepur þig ekki gerir þig aðeins sterkari, er oft sagt og tel ég það vera mjög satt.
  • Fjölskyldan- Ég hef lært margt af fjölskyldunni minni. Þau hafa alið mig upp að mestu leyti og kennt mér grundvallarreglurnar í lífinu og það hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á mig.

Ef þið viljið kommenta þá kommentið þið bara sem Anymous, farið í Post a comment og gerið "Post anymously"

sunnudagur, janúar 02, 2005

Seinþroski og annað fróðlegt

Ég lærði ekki að reima fyrr en ég varð átta ára gamall og lærði ekki á klukku fyrr en ég varð 16 ára(þótt ég hafi lært á hana inn á milli, en alltaf gleymt því eftir ákveðinn tíma). Þetta þykir mér harla undarlegt þar sem ég er fluggáfaður og einnig stórskemmtilegur drengur. Þetta blogg er bara eitt dæmi um þessa miklu mannkosti sem ég bý yfir.
Ég meig í hvern einasta hjólabát sem ég steig upp í úti á strönd Mallorca einungis þriggja ára gamall. Hef á 11 árum aldrei farið og ekki einu sinni látið mér detta í hug að fara á salernið í skólanum og gera hlut númer 2. Ég gerði ekki hlut númer 2 í meira en viku í ferðalagi austur fyrir fjall hér um árið, hafði enga löngun til og þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir þessu undarlega meti.


Svo vil ég óska Jóni Gnarr, hinum mikla grínista og tvíhöfða til hamingju með 38 ára afmælið sitt. Hann hefur mótað húmor margra íslendinga og er frumkvöðull í góðu uppistandi og hefur ásamt Sigurjóni Kjartanssyni skapað langbesta útvarpsþátt landsins fyrr og síðar. Hann átti stóran þátt í velgengni sjónvarpsþáttarins Fóstbræður sem er einn besti ef ekki besti gamanþáttur Íslandssögunnar. Hipphipphúrra!



Ef þið viljið kommenta þá þurfið þið ekki að skrá ykkur, þið farið í "Or Post Anonymously"

Og muna að skrifa nafnið sitt undir, af ýmsum ástæðum

laugardagur, janúar 01, 2005

Áramótaannáll

Þar sem ég hef lengi ætlað mér að hætta með Folk.is síðuna mína og byrja annarsstaðar, þá taldi ég nýtt ár vera hinn fullkomna tíma fyrir það. Hér er svo fyrsta blogg ársins, og jafnframt það lengsta sem ég hef gert


Nýtt ár er gengið í garð og óska ég öllum velfarnaðar á nýju ári.

Árið 2004 var á margan hátt frábært ár og margt sem seint mun gleymast gerðist einmitt á þessu ári. Svo ég stikli á stóru þá var þetta svona helst í minningunni, í persónulega lífinu og því sem gerðist í heiminum(ekki fréttum þó, nóg að áramótaannálum til um það). Þetta er ansi veglegur annáll hjá mér, þó ég segi sjálfur frá og verið óhrædd við að lesa þetta þótt þetta sé svolítið langt hjá mér. Reyni að hafa þetta áhugavert:p

Lok grunnskólans og ferðirnar sem því fylgdu:

Eftir 9 viðburðarrík ár í Ölduselsskóla var tími til kominn að útskrifast. Ég tók þessi alræmdu Samræmdu próf(vó, rímar) og ég stóð mig framar vonum í þeim, enda hafði ég lagt hart að mér seinustu dagana fyrir prófin. Eftir samræmdu prófin var ákveðið að halda í ferð út á land, “óvissuferð” sem allir vissu hvert var farin :P Við fórum í River-rafting og gistum eitthversstaðar sem ég man ekki hvar er. River raftingið var fínt, en jafnaðist ekkert á við hina sögufrægu vökunótt þar sem svefngalsi kom ansi mikið við sögu. Sagt var að ég, Róbert og fleiri höfum toppað allt í vitleysisgangi, fórum í “Leikinn sem ekki er hægt að tapa”, þagnarbindindi(sem ég skemmdi í 90% tilvika:O) og margt annað frábært.

Svo nokkru síðar fór öllu fámennari hópur í aðra ferð með skólanum. Þessi ferð var ekki síður frábær og allt í fína með það, frábært veður og óviðjafnanlegt landslag Snæfellsnes var bara algjörlega útúrkú frábært.

Síðan var útskriftin mjög tregablendin, margar frábærar minningar sem maður á um gamla skólann sinn, en eitthverntíma varð þetta að gerast.

Sumarfríið

Ég átti mjög gott sumarfrí, og það var meira að segja næstum allt frí, en ekki vinna og leiðindi.

Ég tók því vægast sagt rólega og var bara að dóla mér eitthvað fram eftir sumri, horfði á hreint út sagt frábært EM mót(í fótbolta að sjálfsögðu) og var mörgum frábærum klukkutímum eytt fyrir framan skerminn.

Svo um miðjan júlí fór ég í fína ferð á Vestfirði, ekkert sjónvarp, enginn sími og ekkert rafmagn í heila viku. Bara náttúran, bækur, geisladiskar og fjölskyldan(eða partur af henni). Í þessari ferð las ég mína fyrstu bók í langan langan tíma og hafði gaman af.

Mjög fljótlega eftir þessa ferð fór ég yfir til Bandaríkjanna og það var frábært. Var með frænku minni og frænda, og allt í góðu með það. Vorum í Flórída í eitthverja daga og héldum svo til New york, sem er yndisleg borg þótt dvölin þar hafi verið í styttra lagi. Var búinn að blogga um ameríkuferðina svo ég geri það ekki aftur.

Nýtt upphaf

Svo þegar sumarið var liðið var tími til kominn að fara í skólann. En ekki ölduselsskóla, af því nú var ég kominn á menntaskólaaldur og hafði ég eftir miklar pælingar og athuganir ákveðið að fara í Menntaskólann við sund. Byrjaði allt mjög stirt í upphafi svona eins og gengur og gerist og svo opnaðist þetta fljotlega og fór að verða skemmtilegra. Segi nú ekki að ég sé í hinum fullkomna bekk, en inn á milli leynast ýmsir gullmolar og stórskemmtilegir einstaklingar. Svo margir sem ekki eru í bekknum mínum sem einnig eru brillý. Námslega séð hefur skólinn gengið bara eins og rökrétt framhald af grunnskólanum, jafnvel eitthvað léttara. Einkunnirnar eru í samræmi við það, semsagt miðjumoð og meðalmennska.

Ég býst við eitthverri uppstokkunn í bekknum eftir áramót, sumir fara annað og aðrir koma í staðinn. Hvernig það verður veit ég ekki og vona ég að sjálfsögðu að söbstitjútarnir verði betri en þeir sem hurfu á braut.



….Ársins 2004

Plata ársins:

Margt sem kemur til greina, ætli ég velji þó ekki plötu Ian Brown-Solarized. Mjög góð plata í alla staði, fjölbreytt og framandi. Aðrar plötur sem komu til greina voru plötur Franz Ferdinand, Modest Mouse, Brian Wilson og Killers. Allavega það sem ég man í augnablikinu.

Lag ársins:

Ég tók upp þann nýja sið í gær, gamlársdag-að lag ársins hjá mér yrði seinasta lag sem ég hlustaði á það árið. Ég valdi lagið “Float on” með hljómsveitinni Modest mouse sem lag ársins 2004. Einnig voru t.d. lagið “What I saw” með hljómsveitinni Killers, ásamt mörgum öðrum frábærum lögum

Tónleikar ársins:

Ég fór á nokkra tónleika í sumar, Deep purple, Placebo og Prodigy. Ákvað að sleppa því að fara á Metallica og horfa á úrslitaleik EM í staðinn. Tónleikarnir voru allir frábærir. Held ég velji tónleika ársins samt tónleika Placebo sem þá bestu á árinu og eru eflaust margir ósammála mér með það, en það var bara eitthvað við þessa tónleika sem var frábært. Og ekki skemmdi upphitunarhljómsveitin Maus neitt fyrir.

Ball ársins:

Fór á nokkur skólaböll í ár, misgóð eins og gengur og gerist. Bæði hjá MS og í ölduselsskólanum gamla góða. Held ég velji samt bæði lokaball ölduselsskóla (þar sem svitabandið lék fyrir dansi) og einnig Busaball MS.


Afmæli ársins:

Afmæli Gauta Jan, eitthverntíma í febrúar hlýtur þennan heiður. Ekkert venjulegt afmæli skal ég segja ykkur. Við Ole byrjuðum að halda upp á það með því að halda uppi hefðinni og kveikja í einu stykki pappakassa og það er alltaf jafn gaman. Svo keyptum við Ole okkur köku og notuðum þá afsökun að þetta væri vegna afmælis Gauta, en Gauti fékk samt aldrei að bragða kökuna :p Afmælisgjöfin hans Gauta var svo nokkrir latexhanskar fylltir af allskyns góðgæti og ekki góðgæti, soðin hrísgrjón, þurr hrísgrjón, mjólk, vatn og te fylltu þessa hanska. Tilganginn með því veit ég ekki.


Þá held ég að þetta sé bara komið að mestu leyti, en það er eitthvað undarlegt að lítið er frá janúar til maí sem mér þótti minnisvert :p Ástæðuna veit ég ekki, en man að þetta voru líka frábærir mánuðir.


Ef þið viljið kommenta þá þurfið þið ekki að skrá ykkur,þið ýtið á linkinn "Or Post Anonymously"

Og munið þá að skrifa undir hver skrifaði svo það fari nú ekki allt í mask, er að reyna að koma þessu öllu í betra horf.