Kanínan með ljáinn

föstudagur, desember 23, 2005

Jólin

íPoddinn minn bilaði í morgun. Því var ég ekki með neina tónlist til að hlusta á við útburðinn. En ég held þetta hafi verið lán í óláni því að þegar ég var að bera út fann ég fyrir hinum sanna anda jólanna, í fyrsta skipti. Var að verða frekar vonlaus á þetta allt saman en þegar ég fór að bera út snjóaði jólalegasta snjó sem ég hef séð, snjókornin flugu hægt og rólega til jarðar og kyrrðin var algjör. Dásamlegt alveg hreint.
-------
Annars bara gleðileg jól allir saman, fer til Englands á jóladag og kem aftur á nýársdag þannig að það verður væntanlega ekki mikið um blogg þangað til, nema ég komist í tölvu í Englandi.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Ógó brandarar...

Heyrði þennann í vinnunni:

Sigga litla (6 ára) fór í sturtu með föður sínum einn daginn og eftir að hafa verið í sturtu í dálítinn tíma benti Sigga litla á typpið á pabba sínum og spurði: "Pabbi, hvað er þetta?" "Þetta er typpi" svaraði pabbinn einfaldlega.

-"Hvenær fæ ég typpi?" spurði Sigga þá.Pabbinn leit á vatnshelda úrið sitt og sagði síðan: " Eftir svona tíu mínútur þegar mamma þín fer í vinnuna"

--------

Sigga litla var búin a missa bæði hendurnar og fæturnar. En þó var hún ennþá glöð og lifandi. Einn daginn sat hún í eldhúsinu með Mömmu sinni. Og Sigga sagði við mömmu sína ,,Mamma...? Má ég fá kex?”En mamma hennar svaraði ekki. Svo hún sagði aftur núna aðeins hærra.,,Mamma...? Má ég fá kex?”En mamma hennar svaraði ekki. Svo hún sagði núna aðeins hærra en í hin skiptin,,Mamma...? Má ég fá kex?”og þá sagði mamma hennar : Sigga mín, Engar hendur ekkert kex!

-------

p.s. Ekki segja Old eða gamall þótt þið hafið heyrt þessa, mér gæti ekki verið meira sama....

mánudagur, desember 19, 2005

Plötur ársins 2005

Árið 2005 hefur verið frábært plötuár. Ég hef hlustað almennilega á 25 plötur sem komu út á þessu ári og hér koma ördómar um þær allar. Tek ekki ‘Best of’ plötur eða þess háttar með.

Bubbi - Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís
(Ekki eins góð plata og Ást sem kom út á sama tíma, inniheldur hið hræðilega lag Svartur hundur.Ágætis plata samt.)

Bubbi – Ást
(Góð plata sem kom mér mjög á óvart m.v. hvernig attitjúd Bubbi kall hefur haft upp á síðkastið. Nokkur lög sem festast við heilann á manni.)

Clap your hands say yeah - Clap your hands say yeah
(Ein af albestu plötum ársins, held ég sé búinn að hlusta samtals sextíu sinnum á þessa plötu.)

The Dead 60’s - The Dead 60’s
(Mjög mikill Clash fílingur á þessari plötu, sem er hresst. Lagið ‘Riot on the radio’ finnst mér alveg frábærlega skemmtilegt lag.)

Eels - Blinking Lights And Other Revelations
(Góð plata, verst að maður nennir aldrei að hlusta á tvöfaldar plötur.)

Emilie Simon-La marche de l'empereur
(Tónlistin úr myndinni La marche de l'empereur/March of the penguins/Mörgæsamyndin. Myndin er á frönsku en tónlistin er instrumental eða á ensku. Mjög krúttleg lög og smellpössuðu í myndina og hljóma bara vel á plötu. Bestu lögin finnst mér lögin sem eru sungin og sérstaklega lögin ’Song of the storm’ og All is white’)

Eurovision 2005 - Eurovision 2005
(Nokkur hress lög voru í Eurovison þetta árið, önnur hræðileg. Bestu lögin(og þau einu góðu reyndar) þótti mér vera norska lagið(hármetal lagið ‘In my Dreams),Ungverjaland(eitthvað svona steppdans shit, hresst lag en alveg örugglega gay) og svo Makedónía (sungu um ömmu á trommunum, stórskemmtilegt lag og smá Red hot chili peppers fílingur í gangi.)

Fiona Apple – Extraordinary machine
(æjjj frekar mikill væll eitthvað)

Franz Ferdinand – You could have it so much better
(Sá þá í höllinni og vá, þessir menn kunna að skemmta fólki! En mér finnst þetta frábær plata og ekkert lag leiðinlegt og svo mjög gaman að fá svona róleg lög inn í þetta líka. Toppar jafnvel frumraunina.)

Hard Fi – Stars of CCTV
(Pottþétt mest ‘kúl’ plata ársins. Grúví plata, svolítið lík Kasabian. Dúndrandi trommutaktur en þó ekki teknó og mikið djamm í gangi. Stórgott.)

Hildur Vala – Hildur Vala
(Örugglega eina Idol platan sem eitthvað er varið í. Sama hvað þið segið þá finnst mér Hildur Vala frábærlega skemmtileg söngkona og platan er góð þótt þetta sé tökulagaplata, þar sem að hún breytir a.m.k. lögunum og mörgum til hins betra.)

Kaiser Chiefs – Employment
(Nokkur frábærlega skemmtileg lög á þessari plötu, en maður fær frekar fljótt leið á henni. Það hafa pottþétt allir heyrt lög eins og ‘I predict a riot’ og ‘Everyday I love you less and less’ sem eru mjög góð lög. Britpoppið er komið aftur og hver elskar ekki britpop? :D )

The Magic Numbers - The Magic Numbers
(Falleg og sæt sumarplata og frábær fyrsta plata þessarar ófríðu hljómsveitar. Ein af allra bestu plötum þessa árs.)

Mars Volta – Frances The Mute
(Úff hvað skal segja? Alls ekki jafn góð og De-Loused en samt ágætis stykki. Full mikið af fulllöngum sólóum(10 mínútna sóló hér, hálftíma sóló þar). Nokkur góð lög, eða brot úr lögum en svo er of mikið af artý fartý sjitti fyrir einn mann að þola.

Maximo Park – A certain trigger
(Ein af þessum ungu bresku sveitum sem ég býst við miklu af í framtíðinni. Örugglega hressasta plata ársins með ekta breskum hreim, gríðarlega grípandi lögum og já, geggjuð plata bara.)

The New Pornographers – Twin cinema
(Titillagið er eitt af þremur bestu lögum ársins, hin lögin eru góð en ná því miður ekki sömu hæðum og það lag. Hef trú á þessari hljómsveit.)

Oasis – Don’t Believe The Truth
(öhhh…já. Oasis eru búnir að semja sama lagið hva, 150 sinnum? En samt nokkur góð lög þarna og mér finnst ‘The importance of being idle’ vera rosalegt lag, enda fell ég alltaf fyrir svona raddbreytingum :P )

Paul McCartney – Chaos and creation in the backyard
(Ágætis plata en ekki mikið meira. Kannski býst maður við of miklu frá meistara Macca en þarna má þó finna nokkur grípandi hress og skemmtileg lög.)

Sigur Rós – Takk
(Góð plata punktur.)

Sufjan Stevens – Illinois
(Hugljúf og spes plata frá manni sem ætlar að semja plötu um öll fylki bandaríkjanna. Held hann sé kominn með tvö fylki og í millitíðinni er hann búinn að gefa út tvær plötur sem eru ekki hluta af því prógrammi. Semsagt, maðurinn er kolklikkaður en samt frábær plata sem ég var þó nokkuð lengi að meðtaka en þegar hún var komin inn í hausinn á mér vill hún ekkert þaðan út.)

System of a down – Mezmerize
(Mikið var ég glaður að heyra að SOAD höfðu ekki alveg staðnað, en þeir voru farnir að sigla hægt og rólega í átt til stöðnunar. En platan er frábær og hún hékk í spilaranum ófá skiptin í sumar.)

System of a down – Hypnotize
(Vonbrigði ársins að mínu mati og jafnast ekkert á við Mezmerize.)

Weezer – Make Believe
(Hin vonbrigði ársins. Tvö af verstu lögum ársins má finna á þessari plötu, hin geysipirrandi ‘Beverly Hills’ og ‘We are all on drugs’. Ég las að hljómsveitin væri hugsanlega að hætta, og ég held það væri ekki óvitlaust hjá þeim að gera það á þessum tímapunkti. Þeir mega þó eiga það að ‘Perfect situation’ er gott lag.

White Stripes – Get behind me Satan
(Góð plata og sérstaklega finnst mér lagið ‘Take, take, take’ skemmtilegt. Með bestu plötum White Stripes.)
--------

Niðurstaða:
Besta plata ársins: Clap your hands say yeah

Næstbestar: Magic numbers, A certain trigger, Mezmerize, You could have it so much better og Mörgæsaplatan.

Vonbrigðin: Make believe, Hypnotize, Mars Volta.

Kom á óvart: Bubbi

Kom ekki á óvart: Oasis(same old same old)

--------
Endilega látið mig vita hvernig ykkur finnst þessar plötur, hvaða plötur þið mynduð velja sem bestu plötur þessa árs og

sunnudagur, desember 18, 2005

Steinrós

Ég mun skíra barnið mitt Steinrós Birgisdóttir.

laugardagur, desember 17, 2005

Skemmtilegur leikur

Fann þennan skemmtilega bloggleik á eitthverri síðunni, þannig er málið að þið svarið hér í kommentunum fyrir neðan(segið bara hæhæ eða eitthvað) og ég svara þessum spurningum um ykkur:


1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


Semsagt, segjum að Dalí myndi kommenta hér, myndi ég svara:
1.voooo ooo
2.Dalminn
3. Hundamatur
4. Þgar ég hélt á þér og missti þig(bara smá) þegar þú varst hvolpur
5.Hund
6. Hvernig er að vera hundur?
7. Settu þetta á bloggið þitt Dalí

fimmtudagur, desember 15, 2005

Kolaportið?

Jámm, ég hef verið að kaupa slatta af diskum í Kolaportinu nýlega. En þar sem diskarnir kosta bara 500 krónur stykkið fer maður að spá, af hverju er þetta svona ódýrt? Margir gæðadiskar sem má finna þarna, en ætli þessir diskar séu sjóræningjaútgáfur frá kína eða jafnvel þýfi? Þá gæti maður alveg eins sleppt því að kaupa diskana(geri það til að styrkja listamennina) því ef þetta eru sjóræningjaútgáfur þá fer nú ekkert til tónlistarmannanna sjálfra.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Vond lög með góðum böndum


Ég var að leiða hugann að því hvað góðar hljómsveitir geta gert léleg lög.

Bítlarnir hafa gert eitthvað um 200 lög og það eru svona 190 þeirra frábær, en guð minn almáttugur fara í taugarnar á mér. Til dæmis 'Baby you're a rich man', 'Sgt Peppers lonely hearts club band' og 'Drive my car'.

Ég veit nú ekki hver gerði 'I shot the sheriff' upprunalega, en vá hvað þetta er hroðalegt lag. Á það í nokkrum útgáfum, hver annarri verri.

Það sem er þess valdandi að London Calling platan með The Clash er án efa lagið Jimmy Jazz, boooring drasl.

En meistari David Bowie á örugglega met í lögum sem geta flokkast undir Vond lög með góðum böndum. Eins og þessi nýju teknólög sem hann er að gera, skilur þau eitthver?
Kentucky Woman með Deep purple er annað svona leiðindalag, tóku það á tónleikunum hérna á Íslandi minnir mig. Og talandi um bönd sem ég hef séð á tónleikum, þá er lagið 'Bring Your Daughter To The Slaughter' með Iron Maiden algjör skömm fyrir þetta band. Fyrst þegar ég heyrði þetta lag hélt ég að þetta væri bara léleg Maiden eftirherma, en þetta var greinilega bara lélegt maiden lag. Og meiri íslandsvinir, Muse lagið 'Falling down' er nú bara væll í fimm mínútur og lítið stuð þar á ferð. Svipað því lagi er síðan lagið 'Húsin Mjakast Upp' með Spilverkinu.

Meistari Megas hefur ótrúlegt en satt, átt sín slæmu lög. 'Álafossúlpan' er t.d. 7 mínútna lag þar sem sama setningin er endurtekin allan tímann. Frekar mikið glatað lag.

Svo er það ofmetnasta Red hot Chili peppers lag allra tíma, nefnilega lagið Give it away. Bæði er það ógeðslega leiðinlegt og síðan held ég að viðlagið sé það mest pirrandi í víðri veröld.

Maður getur nú ekki endað svona upptalningu án þess að nefna uppáhalds hljómsveitina sína....Stone Roses. Þeim kumpánum finnst nefnilega eitthvað sniðugt að hafa eitt afturábak lag á hverri plötu(já, líka Greatest hits og þannig plötum) og þessi lög eru undantekningalaust leiðinleg og vel til þess fallin að spóla yfir.

Og já, ég ætla að kjósa Yellow Submarine sem versta lag allra tíma.

Löndön kolling

Jábba, fer til Liverpool og Löndön milli jóla og nýárs(25.des-1.jan). Það verður án efa geggjó þar sem ég mun sjá 3 Liverpool leiki,(Liverpool-Newcastle, Everton-Liverpool og Liverpool-WBA).
Verst að ég þarf að vera í Everton stúkunni á Everton-Liverpool leiknum og þar sem leikirnir verða ekki mikið heitari þá verð ég að gjöra svo vel að fagna MEÐ everton mönnunum og ekki fagna með liverpool, þar sem það myndi gera það verkum að ég myndi deyja.
----
Ég mun eyða áramótunum í Löndön og það verður örugglega skemmtilegt, væri þó meira til í að sjá hin klassísku íslenskju sprengjugeðveiki, en það kemur sprengjugeðveiki eftir þessa sprengjugeðveiki svo ég get verið rólegur. En veit það eitthver, er bannað að kaupa flugelda í Englandi?
---

sunnudagur, desember 11, 2005

Frábært framtak!


Ég má til með að benda á þetta en þetta er ungur íslenskur bloggari sem er að halda uppboð á hlutum sem hann hefur ekki þörf fyrir, til styrktar börnum í Mið-Ameríku(en löndin þar eru mjög fátæk). Margir mjög sniðugir hlutir þarna(playstation 2 tölva, Xbox leikir, myndavél, þurrkari, Real Madrid treyja, geisladiskar og DVD diskar).

Legg ég til að fólk bjóði í eitthvað af þessu og taki þetta til fyrirmyndar. Það eru ótrúlegustu hlutir sem við eyðum í sem gætu alveg eins farið til fólks sem þarf mun meira á peningunum að halda og ég held það sé góð regla að hætta að gefa hefðbundnar jólagjafir og gefa þær þess í stað fólkinu sem þarfnast þeirra mest. Þetta ætlar Jón Gnarr að gera, og ég held ég geri þetta líka. Svo ef fólk vill endilega gefa pakka þá er að sjálfsögðu hægt að kaupa sér t.d. Let them know it's christmas diskinn (ef hann er seldur í ár) og gefa fólki hann, en ágóðinn af disknum rennur til aðstoðar í Afríku.

föstudagur, desember 09, 2005

Megasukk

Ef þetta er ekki sick texti þá veit ég ekki hvað, með hljómsveitinni Megasukk(Megas og Súkkat)



Komdu fljót litla ljót
lasin ertu með fleiðraðan fót
heppin stúlka að hitta á mig
ég er í hjálparsveitinni og sprauta þig

l-í-ó-t liggðu flöt og krepptu hné,
l-í-ó-t glenntu þig svo sem gleiðust sé

ekki baun sárt leggstu alveg flöt
og afslöppuð, það þarf ekki að gera meir göt
græjaðu þig sem gleiðasta
já uppá gátt ég sker bara á brókina


nú kemur sprautustálið stinnt
eins og stýriflaug enda óræk hint
rennur smýgur alla leið inn
og para inn í sjálfan pestar-sentralinn

nú kemur serúmið séra ljót
og svo enn og aftur þú ferð ekki á fót
fyrr en orðin ertu vel hraust
heyrirðu! Ekkert nema sprautur gamanlaust

vanrækt ertu ljúfa löð
langar engan vegintil þess að þú sért glöð
þig vantar steinefni vesalings ljót
það er jú völ á einu -
-hart það er enn sem grjót

fimmtudagur, desember 08, 2005

8.desember

Nú er mikill sorgardagur í tónlistarsögunni. Eins og flestir vita þá dó goðsögnin John Lennon fyrir 25 árum eftir að snargeðveikur tappi skaut hann því honum fannst John vera phony(you're just a big fat fony). En þótt ég fíli sólóferilinn hans John ekkert í botn verður framlag hans til tónlistarinnar aldrei vanmetið og það eru algjörar undantekningar ef fólk dýrkar ekki Bítlana. Ég hef ekki enn ákveðið minn uppáhalds bítil, en það skiptir sosum engu máli.
En 8.desember varð enn sorglegri þegar Dimebag Darrell gítarleikari Pantera og Damageplan var skotinn af öðrum geðsjúklingi sem drap þrjá til viðbótar í sömu árás(og var svo sjálfur skotinn niður af lögreglunni).

En þessi dagur er nú ekki alveg sorglegur, því hún Alla og hún Tása eiga báðar afmæli í dag og eru þær fæddar nákvæmlega sama dag og megi þær njóta þess...veivei til hamingju ;)

--
En ég er núna hálfnaður í prófatörninni, búinn að taka Sögu, Ensku og Eðlisfræði. Sagan gekk best af þessu enda lærði ég mest fyrir hana. Þori ekki að spá um einkunn þar sem maður veit aldrei hvernig vegir sögunnar liggja. En enskan gekk illa, enda lærði ég samasem ekkert undir hana og fannst eins og bara erfiðustu orðin í hverjum texta hafi verið valin :O Reyndar er það mál manna að þetta hafi verið auðveldasta próf í heimi en þá er ég greinilega bara eitthvað skrítinn :o
Eðlisfræðin gekk betur en maður þorði að vona. Var að búast við að stráfalla enda ekkert búinn að læra heima í eðlisfræði í vetur(enda fátt leiðinlegra) eeeeeeeeeeen ég held ég hafi hreinlega náð, víjú fyrir því. Er kominn með leið á að læra.

sunnudagur, desember 04, 2005

Hnignun morgunkorns


Þriðja bloggið mitt í röð þar sem ég minnist á Cocoa Puffs.

En hafið þið ekki tekið eftir því hversu mikið gamla góða sykurmorgunkorninu hefur hnignað á seinustu misserum? Ég man í þá gömlu góðu daga að ég át ógrynni af Cocoa Puffs hjá ömmu og bragðið var himneskt. Og það hefur verið það alveg þangað til núna, en það er búið að taka allt súkkilaðibragðið úr Cocoa Puffsinu þannig að Puffs væri meira réttnefni yfir það.

Weetos hefur einnig minnkað súkkulaðibragðið sitt heilmikið og núna er það nánast óætt og bara eins og grjóthart serjós.
Jæja, eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum með Weetosið og Kókó Pöffsið þá ætlaði ég að leita til aldins félaga, Frosties-ins(kornflexið með tígrisdýrinu).....en neinei, það virðist líka sem það hafi verið minnkað sykurinn í því, sem er frekar heimskulegt þar sem Frosties þýðir sykurhúðað kornflex.

Hvert á maður að leita í þessu morgunkornshallæri? Ekki fer maður í Lucky-Charmsið, þótt það sé vissulega sykrað þá er það algjör vibbi og hefur alltaf verið. Ekki fer maður í Corn Pops(gult kókópöffs), þannig að ég held að besta lausnin á sykruðu morgunkorni sé....dammdaramm Cocoa Pops, eða Súkkulaði Rice Crispies eins og það ég held að það heiti núna.
Hef ekki fengið mér það í þónokkurn tíma og ætla rétt að vona að því hafi ekki verið breytt.

Þið megið þó ekki halda að ég borði bara óhollt morgunkorn, en ég borða iðulega annað hvort Havre Fras eða gamla góða hafragrautinn.
---

..... Að lokum legg ég til að danska verði lögð í eyði

föstudagur, desember 02, 2005

Yfirlið


Úff...lærdómurinn er farinn að taka sinn toll. Það dugar greinilega ekki að sofa 4 tíma á dag, læra 9 tíma(með skóla) og borða bara kókópöffs og kex. Það gerðist nefnilega að það leið yfir mig á miðju stofugólfinu hjá ömmu :o Það var vont en ég var heppinn að hafa ekki lent á stólnum eða borðinu þarna við hliðina á mér...
.....

Það var sagt mér.................mér var sagt að hér byggi skógarþröstur, getur svo verið?
....

Ef Alonso er ekki besti sendingamaður í heimi þá heiti ég Guðmundur, sjá myndband
....
Prófin að byrja á þriðjudaginn:o Byrja á Sögu, mikið að lesa undir það en ætti að reddast, saga er fín
....
Mig langar í bláan ópal :(
....
Ma og Pa eiga 33 ára brúðkaupsammli í dag, það finnst mér nokkuð vel gert....jólin eftir 24 daga og ég hef alveg sloppið við að heyra jólalag :D það finnst mér líka ansi gott.......ætla þó að hlusta á eitthver en ekki eitthvað "neinei ekki um jólin" dæmi

..... Að lokum legg ég til að danska verði lögð í eyði