Kanínan með ljáinn

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Under pressure...


Jæja, næstu tvær vikur eiga eftir að verða erfiðar fyrir mig. Ástæðan? Jú andsk*tans prófin :o En ég hef sett mér það markmið að fara heim til ömmu(eða á bókasafn) og læra þar frá því ég kem heim úr skólanum og fram til klukkan tíu. En það er vika í fyrsta prófið og ég gerði eins og ég hef alltaf gert, læri námsefni heillar annar á tveimur vikum, þrátt fyrir að hafa ætlað að taka mun fastar á þessu eftir seinustu prófatörn. En ég stefni samt aftur að því á næstu önn að læra jafnt og þétt, en ástæðan fyrir því að það gekk ekki núna var að það var aldrei svo mikið að læra að ég nennti að fara upp á bókasafn eða til ömmu að læra(notabene, get ekki haldið einbeitingu til að læra heima hjá mér). En það er samt ótrúlegt hvað mér text að læra mikið þegar ég legg mig í það, get alveg lært 6 tíma á dag(eftir skóla) ef það er nauðsyn.

Þar sem ég er mest allan daginn hjá ömmu þá mun ég varla blogga mikið en hún á tölvu með Módemi, sem þýðir að internetið er 100 sinnum hægara en maður á að venjast á gervihnattaöld.

Ég veit ekki hvernig ég verð í mannlegum samskiptum eftir tvær vikur, ég kem heim ellefu-hálftólf á kvöldin og kemst ekki einu sinni í leikfimi, sem er einmitt afar slæmt þar sem ég lifi bara á kókópöffsi hjá ömmu gömlu.


Biggi mælir með:
  • Að fólk læri jafnt og þétt yfir skólaárið
  • Hlusti á Hard-Fi
  • Borði eitthvað annað en kókópöffs
  • Sofi vel(sem ég geri ekki, sést á því að ég skrifa þetta blogg klukkan tvö um nótt)
  • Borði Havre Fras, det danske dejligt
  • Sæki um hjá Póstinum, því það er svo hressandi að geta hlustað á tónlist 8 tíma á dag(eða 5 tíma ef fólk er ekki latt eins og ég) og fengið borgað fyrir að fara í göngutúr
  • Mæli með að fólk fari á March of The Penguins(eða Le marce de l'empereur) sem hlýtur að vera allra besta myndin í bíó í dag
  • Svo mæli ég að sjálfsögðu með að fólk nái sér í Mozilla Firefox og hætti að hleypa vírusum og hökkurum inn í tölvuna sína með því að nota Internet Explorer. Auk þess sem Firefox hefur svo miklu fleiri kosti fram yfir IE, fljótari, öruggari, minni pop-upar og góðar viðbætur.


Að lokum legg ég til að Danska verði lögð í eyði.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Emily Rose og særingar(ekki kvikmyndagagnrýni)


Ég ákvað eftir að ég sá þessa mynd um Emily Rose að lesa aðeins um svona exorsisma(særingar). Ég fann þá þetta myndband
Þetta myndband sýnir hvernig svona særingar fara fram(alvöru). Það er ekkert svona hræðilegt sem maður sér í þessu myndbandi(engin bregðuatriði eða nærmyndir eins og í bíómyndinni, þetta er soldið klippt til þar sem þetta er frétt) þannig að það ætti að vera í lagi fyrir viðkvæmar sálir að horfa á þetta. Svo er til hljóðupptaka af svona særingu, hún er reyndar eitthvað sem þessar viðkvæmu sálir gætu hugsanlega ekki þolað(og sérstaklega ef þeir trúa á að svona sé til). þar sem djöfullinn sjálfur mun vera að tala. Upptakan er ekki sú skýrasta í heimi en það heyrist samt greinilega hvað er að gerast, nokkuð ógnvekjandi svo ég VARA YKKUR VIÐ að hlusta á þetta ef þið teljið ykkur ekki höndla það.
----
Myndin er mjög lauslega byggð á staðreyndum verð ég að segja eftir að hafa lesið um hana og þá atburði sem myndin er byggð á. Ef fólk nennir að lesa um þetta mál, þá bendi ég á þessa grein. Greinin fannst mér bara nokkuð áhugaverð, komst meðal annars að því að hnéð á Emily Rose var gjörónýtt eftir að hún hafði snúið fætinum við 600 sinnum(svipað og með hálsinn á stelpunni í The Exorcist).
En þótt myndin sé ekki endilega hliðholl sannleikanum þá heldur hún sig þó við sá staðreynd að særingar hafi verið reyndar á Emily Rose(sem hét Annelise Michel í alvörunni) þannig að þið megið enn hræðast myndina....úúú :O

White stripes


Jæja, þá eru þessir tónleikar búnir. Ég verð að segja að ég var fyrir dálitlum vonbrigðum. Mér fannst vanta "úmfið", það var eitthvað sem vantaði. Var örugglega þéttleikinn. En ég fann mig aldrei þarna, byrjaði á alltof miklum troðning, og síðan var ég bara eitthvað út úr heiminum sem er alls ekki nógu gott. Mér var búið að hlaka mikið til enda ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum þarna á ferðinni.....vonbrigði er semsagt orð kvöldsins.
En Jack White má eiga það að hann er töffari.
----
Klukkan er allt of margt og ég er farinn að sofa

laugardagur, nóvember 19, 2005

Leikhúsgubb


Ég fór í leikhús með nokkrum úr fjölskyldunni á leikritið "Ég er mín eigin kona" sem er einleikur með Hilmi Snæ. Þvílík og önnur eins leiðindi hef ég sjaldan orðið vitni að. Upplifunin var eins og að vera í efnafræðitíma sem færi fram á dönsku og það væri búið að æla á gólfið, setja ofninn á hæsta styrk og loka öllum gluggum.
Leikritið fór að miklu leiti fram á þýsku sem gerði það enn leiðinlegra. Var kannski fyndið í fyrstu þrjár mínúturnar að Hilmir Snær var að tala þýsku en eftir einn og hálfan tíma af leiðindum þá gekk ég út(í hléi) og sé ekki eftir því enda held ég að ég hefði byrjað að hrjóta ef ég hefði verið þarna stundinni lengur.
---
White Stripes á morgun, það verður hresst :D
---
Hvað er málið með að láta eitthvern kynskipting lesa fréttir á Stöð tvö. Allavega hlýtur þetta að vera kynskiptingur þar sem ég hef aldrei heyrt konu með jafn óaðlaðandi rödd og þessi kella, hún heitir líka Eiríksína! Ég hef ekkert á móti kynskiptingum en það er óþarfi að láta þá tala inn á fréttir meðan röddin þeirra eru svona. Hér má heyra hvernig hún talar(veftíví vísis, spólið fram á mínútu 2)
---
Ég væri mikið til í að fara á leikrit Hugleiks í Borgarleikhúsinu(ef það er enn sýnt)
________________

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Omg

Hvað hefur svo gerst síðan ég bloggaði seinast? Tjaaah….er loksins kominn með bassann(Fender Jazz bass) en þyrfti helst að fara á eitthvað námskeið sem fyrst, mæliði með eitthverjum tónlistarskóla?

85 ballið margrómaða var svo í seinustu viku og bara vá, þvílík geðveiki :D Engin slagsmál og Ms-ingarnir náðu að haga sér…Buff er svo besta band í heimi og Pétur Jesús heilsaði mér...hann er bestur.

Queen er hljómsveit stundarinnar, eitthvað svo fullkomið alltsaman hjá þeim og Freddie Mercury náttúrulega algjör snjélli.

White stripes á sunnudaginn :o Vá sjettabjétt, platan De Stijl er ein af mínum uppáhalds plötum, alltof hressó.

Öhhhh…veit eitthver um góða einkakennslu í eðlisfræði? Er illilega að skíta á mig í því fagi, kennslubókin hörmung og kennarinn var veikur í mánuð, auk þess sem ég sofna nánast í hverjum eðlisfræðitíma.

Sprite blandað við kók er besti drykkur í heimi. Hafið meira af spræti en kóki, hlutföllin kannski 5/8 sprite og 3/8 kók.

http://video.google.com/videoplay?docid=5193769843458973436&q=zidane Okei, ef þetta er ekki allra sjúkasta íþróttalýsing í heiminum þá heiti ég Hundur…Höddi Magg hvað segi ég nú bara.Og geggjað mark líka.

Pirrandi lag dagsins: Brekfast at tiffany’s….þetta lag hefur allt til að vera pirrandi.

Gunnar í krossinum er ekki synd, hann er sjúkdómur

Takkogbless

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Margt í mörgu


Ég fór í kolaportið í gær til að finna mér föt fyrir hið margrómaða 85 ball. Fann ekkert af fötum, enda hálf hræddur við að leita eftir að ég sá fyrsta þáttinn með Silvíu Nótt þar sem hún úthúðaði kolaportinu í bak og fyrir :o En ég fann hinsvegar nokkra ansi skemmtilega geisladiska, þar á meðal Drög að sjálfsmorði með meistara Megasi.
-----
Talandi um 85 ballið, ég var að komast að því að ég á 8 klukkutíma af tónlist sem gæti flokkast undir 80's popp, mér finnst það slatti :o Verst hvað þessi 80's tónlist er öll lík :o
----
Football Manager 2006 er kominn og hann er geðveikur :D Engar hallarbyltingar í gangi í leiknum en samt er hann mikil snilld.
----
En mikið djöfulli hata ég svona gervi best of diska(t.d Hits of the 60's diska, sem eru ekki með upprunalegu flytjendunum). Ég keypti mér einn þannig í gær og það var rosalega lúmskt að þetta væru ekki originalarnir. Á koverinu stóð:
Featuring the hits made famous by Oasis-Wonderwall, Blur-Charmless man, Pulp-Common people.

Að sjálfsögðu heldur maður að þarna séu upprunalegu flytjendurnir á ferðinni, síðan eru þetta bara eitthverjar ömurlegar drasl útgáfur sem eru mun verri en upprunalegu. Hata þetta.
-------
Let me go on like a blister in the sun
--------
Lengra verður bloggið ekki að þessu sinni, veriði sæl