Kanínan með ljáinn

sunnudagur, janúar 22, 2006

Takk og bless

Ég hef ákveðið að hætta að blogga um óákveðinn tíma.
Þakka samstarfið á liðnum árum.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Linux og ég


Endalaus tölvuvandræði eru búin að vera frá því að tölvan mín hrundi um jólin. Eftir mikið þref í leit að Windows disk(á löglega útgáfu en einhverjum snillingi tókst að týna fökkeng disknum) þá fékk ég einn, en neinei hann virkar ekki. Tók þá til þess örþrifaráðs að installa Ubuntu Linux, sem er svona ofurnjarðar-windows. Að láta músina mína virka eðlilega tekur minnst 45 mínútur, ég fylgdi einhverjum leiðbeiningum og gerði eina villu og búmm! kerfið hrunið. Þetta gerðist svo aftur þegar ég ætlaði að innstallera Firefox. Ég var svona nokkuð opinn fyrir þessu Linux dæmi enda allir alvöru njardar sem dásama þetta en þetta er nú bara tú mödds og ég hef ákveðið að skipta aftur yfir í Windows um leið og ég fæ disk sem virkar.
----
Ég mæli að allir tékki á plötunni Hal með hljómsveitinni Hal. Þetta er svo mikið gleðipopp og allt er svo gaman að þetta getur látið þá allra fúlustu farið að dansa í snjónum líkt og það væri heitur júlímorgun. Frábær plata í öllu þessu skammdegi og viðbjóði.
---
Þarf að byrja að ganga með gleraugu. Fyrir þá sem ekki vita hef ég verið með linsur frá því í sjöunda bekk(því ég harðneitaði svo mikið að ganga með gleraugu, fékk undantekningu á að fá linsur). En eins og ég vissi alltaf þá get ég ekki verið endalaust með linsur og nú er tími til kominn að fjárfesta í nýjum gleraugum, hafði alltaf notað gleraugu heima til að horfa á sjónvarpið(og faldi þau um leið og einhver kom inn). Seinustu gleraugu duttu óvart ofan í holræsið á sturtunni, eitt og hálft ár síðan það gerðist. Þau gleraugu voru það allra ljótasta sem ég hef séð og í endann vantaði eitt gler í þau, snargeðveikislega beygluð og sjitt. Hata að skoða gleraugu en ætla að vona að ég finni einhver ágæt.
---
Hanus
hundur
krummi
svín
hestur
mús
Gauti
hneggjar
tístir
ole
regína
sófi
Stone roses

mánudagur, janúar 09, 2006

Blogg


Sælinú og afsakið að ég hef ekki bloggað í nokkrar vikur. Það sem hefur gerst síðan ég bloggaði seimast er mismerkilegt. Merkilegast er að sjálfsögðu ferð mín til Liverpool en þar sá ég þrjá leiki sem unnust allir. Leiðinda endir varð þó á ferðinni þegar við festumst í umferðarteppu í London á sjálfum áramótunum og ég fékk ekki að sjá einn einasta flugeld, virkilega skítt. Ekki batnaði það svo þegar við villtumst í London og keyrðum samtals í 13 klukkutíma á einum degi, fórum á flugvöllinn og biðum í 5 tíma, flugum heim í 3 tíma og keyrðum svo loks heim af flugvellinum í klukkutíma. Þannig að þessi gamlársdagur var heldur betur slappur.
---
Í Liverpool kláraði ég að versla í geisladiskasafnið mitt, keypti mér heila 40 diska og er núna kominn upp í rúmlega 150 diska sem ég tel nokkuð ágætt miðað við aldur og fyrri störf. Ég held að ég hafi keypt 100 af þessum diskum á seinustu þremur mánuðum, ágætt það.
---
Skellti mér svo í bíó og sá Narníu(ljónið, nornin og skápurinn) og sú mynd fannst mér ekki nógu góð, fannst hún ekki nógu "stór" eitthvern veginn. En ágætis mynd sosömm.
---
Tölvan mín er biluð svo ég þarf að vera í eitthverri bölvaðri fartölvu og það dregur úr allri nennu til að blogga, hata fartölvur. Ef eitthver á Windows XP disk til að lána mér má sá hinn sami endilega láta mig vita.