Kanínan með ljáinn

föstudagur, júlí 29, 2005

Árið 2005 í plötum

Já, ég ætla hér að koma með einnarsetningardóma á þeim plötum sem hafa komið út í ár, og ég hef hlustað á.

Maximo Park-A certain trigger(mmmjög hress, svipar til Kaiser Chiefs og fleiri álíka hljómsveita)
EELS-Blinking lights...(góð smíð hér á ferðinni)
Gorillaz-Demon days(finnst hún reyndar ekkert skemmtó, fyrir utan eitt lag)
Oasis-Don't belive the truth(svona lala)
Kaiser Chiefs-Employment(æðisleg snilld, ein af plötum ársins)
Eurovison 2005-Eurovision(sumt gott, annað aaafar slappt)

Emiliana Torrini-Fisherman's women(ekki mikið hlust, fannst þetta klisja)
Mars volta-Frances the mute(einum of mikil sýra m.v. fyrri plötuna, samt hrezzer)
White stripes-Get behind me satan(mjög fínt stykki hér á ferð)
Queen of the stone age-Lullabies to paralyze(er ekkert yfir mig heillaður við svona tvær til þrjár hlustanir)

Weezer-Make belive(nokkur fín lög, annars óttalegt sull)
System of a down-Mezmerize(plata ársins hingað til án efa, frábær plata)
Belle and sebastian-Push barman(jaaa...var ekki alveg að fíla þetta stykki, hef þó bara hlustað einusinni)
Bloc party-Silent alarm(usspuss, fíliddekki, eftir tvær hlustanir)
Danniliuz-Víííí(bara tvö kover lög, samt frábær kover)


Þar sem þetta er þriðja bloggið mitt í dag, þá vil ég minna á næstu tvö blogg fyrir neðan:

Prósaljóð
og
Gerrard fallegri en Beckham

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Gerrard fallegri en Beckham


Á myndinni hér að ofan má sjá Steven Gerrard

Samtök samkynhneigðra karla í Bretlandi hafa kosið Steven Gerrard leikmann Liverpool fallegasta fótboltamanninn. Þar með skaut hann kyntákninu David Beckham ref fyrir rass. Gerrard skemmti sér ásamt restinni af Liverpool liðinu á Gay-bar eftir sigurinn í Meistaradeildinni og sýndi hann rosalega danstakta í dúndrandi Abba stemmningu.

Liverpool var einnig valið næstfallegasta liðið á eftir Chel$ea, þannig að spænska byltingin hans Rafa virðist vera að skila sér á fleiri stöðum....

Þess má svo til gamans geta að enginn Everton maður komst á listann.

Peter Crouch sem Liverpool keypti nýverið komst ekki heldur á listann, öllum að óvörum.


Peter Crouch má sjá hér á myndinni fyrir ofan.

Prósaljóð

Sæmi rokk,

skín þú brjálaði demantur

og vertu velkominn í vélina.

Elskan, hausinn þinn er í ólagi.



sá sem getur úr hvaða lögum þessar línur eru fær hundraðkall. Þýtt og staðfært af mér.


p.s. eitthverjir virðast hafa misskilið það sem er efst á síðunni, það er forrit sem kallast Random Surrealism Generator og kemur með nýja bull setningu á ensku á hverjum degi, þessar setningar eru ekki eftir mig og þetta tengist blogginu ekkert. Þessar setningar virðast fara misvel í fólk.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Ég hitti Björk!

Mig dreymdi í nótt að ég hafi hitt Björk á veitingastað. Hún var að leika í leikriti og fór síðan á veitingastaðinn við hliðina á leikhúsinu og ég var þarna á leikhúsinu líka. Björk var skringilega klædd eins og alltaf, var í svörtum kjól og svona löngum hönskum(sem ná langt upp á hendurnar) gerðum úr hárum sem var alveg eins og hárið hennar. Ég man að ég þurfti að fara aftur rétt hjá henni til að sækja jakkann minn, en varð þá svo óheppinn að rennilásinn á buxunum festist við sætið og ég var fastur þar. Þetta var mjög vandræðalegt og Björkin kallaði mig perra með mjög hæðnislegum tón.

Hún var ekkert feimin heldur mjög opin og skemmtileg, nún ætla ég að fara að hlusta á björk

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Týnda bloggið

hún Júlíana var svo góð að finna týnda bloggið, það er stórmerkilegt og er svona:

Heyrnartól

Hvað er málið með heyrnartól og að endast ekki neitt?:o

Ég nota þau reyndar alltaf mikið meðan ég á þau, en alltaf skal eitthvað eyðileggjast. Oftast er það sambandsleysi í snúrunum, þannig að það heyrist bara í öðru heyrnartólinu, eða þá að púðarnir skemmast, eða heyrnartólin brotna, það gerist samt sjaldan.


Annars er það helst að frétta að hljómsveitin Sveittir Gangaverðir er æðisleg(flifliflifliflippaaað!), Creedance Clearwater Revival sömuleiðis ooooooog ég er rosalega brúnn á höndunum en skjannahvítur utan þeirra, fríkí sjitt...

Random surrealism generator

Setti eitthvað vel steikt forrit inná síðuna, sem lýsir sér þannig að það kemur ný (bull)setning í hvert skipti sem þið farið á síðuna...veivei

og fari það grábölvað, skrifaði eittvað rosa blogg hérna í gær og svo birtist það ekki...arr

Annars fá Sveittir gangaverðir mín meðmæli þessa vikuna...jabbó fliflifliflippaaaað

föstudagur, júlí 15, 2005

Bó Halldórs

Vá hvað það er leiðinlegur kauði, leiðindarsöngvari og viiirkilega leiðinlegur kynnir á stöð tvö. Frasarnir sem hann notar eru svo pirrandi að það hálfa væri nóg..pirrpirr, sem betur fer er ég ekki með Stöð tvö en þarf samt oft að hlusta á þetta. Dæmi um frasa hjá honum eru:

"Stærsti fasteignaleikur sögunnar" Hann sagði þetta um þáttinn The Block, og hvað ætli margir fasteignaleikir hafi verið til?!?

"American ædle" Pirrandi, af hverju segir hann American idle, en Ædol þegar hann talar um íslenska Ídolið? mmhmm

"Stærsta ædle keppni í heimi" þegar hann talar um bandaríska Ídolið...baaaahh!


p.s. vona að þessi pistill birtist í Blaðinu, ég á skilið að koma þar þar sem að þetta blað þyngir blaðburðinn minn gríðarlega...urr, samt hið fínasta blað sossum

mánudagur, júlí 11, 2005

The complete stone roses

Grein sem ég skrifaði fyrst á huga:



Mig langaði að kynna ykkur fyrir einum af þeim diskum sem breyttu lífi mínu. Diskurinn er með bresku hljómsveitinni The Stone roses og heitir diskurinn því skemmtilega nafni “The Complete Stone Roses”. En þetta er reyndar síður en svo öll Stone roses lögin, þetta eru lög af frumraun þeirra (platan hét einfaldlega The Stone Roses) auk smáskífa og B-hliða. Platan spannar fyrri hluta ferils sveitarinnar og eru engin lög af seinni plötunni sem kom út árið 1995.

Platan er 74 mínútur og 21 lag. Mér finnst 20 af þessu tuttugu og eina lagi frábær, einungis lagið Full fathom five dregur þetta pínulítið niður. Lagasmíðarnar á plötunni eru magnaðar, bassaleikurinn sérstaklega góður og gítarleikur Squire er æðislegur. Trommurnar eru grúví og þótt Ian Brown sé kannski ekki besti söngvari í heimi þá skilar hann sínu vel. Squire og Brown sömdu öll lög plötunnar, Brown sá aðallega um textasmíðar og Squire um lagasmíðarnar.

Þennan disk hef ég hlustað á oftar en alla aðra diska sem ég á, hef hlustað á hann örugglega yfir 50 sinnum í gegn og svo hlustað á stök lög plötunnar óendanlega oft, ég einfaldlega fæ ekki nóg enda er sveitin tvímælalaust mín uppáhalds.

Hér að neðan ætla ég aðeins að skrifa um nokkur laganna, segja svona örsögur um lögin og einnig hvað mér finnst um þau.

So young
Þetta var fyrsta smáskífan þeirra. Lagið átti upprunalega að heita Miserable dictionary (Ian Brown söngvari segir þessa setningu með skemmtilega miklum breskum hreim í byrjun lagsins). En þetta lag er eitt af uppáhalds lögunum mínum af þessari plötu og bassinn er hreint út sagt æðislegur.

Elephant Stone
Fyrsti singullinn þar sem þekktasta line-upið leiddi saman hesta sína, þ.e. Brown sem söngvari, Squire á gítar, Reni á trommunum og Mani á bassann. Gott lag eins og önnur lög plötunnar.

Full fathom five

Þetta lag er án efa langslakasta lag plötunnar, ef hægt er að kalla þetta lag. En þetta er í rauninni bara lagið Elephant stone(lagið á undan) spilað afturábak. Þeir hefðu alveg mátt sleppa því að setja þetta lag á plötuna. Þetta lag er kannski ekki alslæmt, nokkuð töff en samt alls ekki í sama gæðaflokki og hin lög plötunnar.

Fools gold

Þetta lag kannast kannski sum ykkar við, en þetta er með vinsælli lögum sveitarinnar. Lagið náði þeim árangri að komast í 6. sæti á lista NME yfir 100 bestu “singla” allra tíma. Lagið er reyndar stytt á þessari plötu, en gott engu að síður.

She bangs the drums

Nokkuð vinsælt lag, og einnig fyrsta smáskífan af mörgum þar sem teikning eftir John Squire fékk að prýða plötuumslagið, en hann hefur stundað mikið af því að mála myndir.

Mersey paradise:

Mitt uppáhalds Stone Roses lag. Mikið grúv og hressleiki hér á ferð. Samt fjallar textinn um man sem vill drekkja konunni sinni, ef ég hef skilið hann rétt: “If she were there I’d hold her down
I’ll push her under while she drowns and couldn’t breathe and call for air
She doesn’t care for my despair"

I wanna be adored:

Vinsælasta lagið þeirra, enda skal engan undra. Bassaleikurinn er eins og oft á þessari plötu, alveg frábær og hitt smellpassar eitthvernveginn saman. Þetta er opnunarlag plötunnar The Stone roses. Lagið fjallar á kaldhæðinn hátt um hvernig sumar stjörnur seldu sál sína djöflinum til þess að njóta frægðar, en hljómsveitin var aldrei mikið fyrir að vera “sell out”.

Waterfall:

Eitt hressasta lag plötunnar og var lengi vel mitt uppáhald.

I Am The Resurrection
Kannski kaldhæðnislegt að akkúrat svona held ég að Ian Brown hugsi til gítarleikarans John Squire, en þeir hafa ekki talast við í rúm 10 ár þrátt fyrir að hafa verið bestu vinir í áratugi á undan.
“Cut loose, you're no use
I couldn't stand another second in your company.
Don't waste your words I don't need anything from you
I don't care where you've been or what you plan to do”


Þess má til gamans geta að ég kynntist þessari sveit eftir að hafa lesið grein um þá hér á huga og vona ég að eitthver feti í þau spor og athugi þetta band, það er þess virði!

Ég hugsa að ég skrifi grein um sveitina sjálfa á næstunni, eða aðrar plötur sveitarinnar.

Aðrar plötur með Stone roses eða meðlimum hennar eru:
Ian Brown-Solarized
The Stone Roses-The stone roses


Þetta er minn fyrsti plötudómur svo þið megið alveg segja mér hvað er gott og hvað mætti bæta ;)

Heimildir eru aðallega fengnar frá síðunni http://www.merseyparadise.net/ auk upplýsinga héðan og þaðan.

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Sagan endalausa

Ég tek til baka ummæli mín um Steven Gerrard í gær. Hann hefur semsagt ákveðið að halda áfram í liverpool eftir allt saman.....lalalal

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Hin fullkomna megrunaraðferð

Ég held að hin fullkomna megrunaraðferð sé að deyfa í manni tunguna, eða gera hana óvirka. Þá hefur maður ekkert gaman að því að borða lengur.


Og svo vil ég óska Steven Gerrard alls hins versta.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Live 8

Þetta voru rosalegir tónleikar í gær :D Ég horfði á langmestan hlutann af þessu og það var bara æði æði! lalala

Pink Floyd fannst mér standa uppúr...mmmhmmm, svo var margt bara svo ýkta kúl þarna...

www.live8live.com

Skráið ykkur!