Kanínan með ljáinn

mánudagur, ágúst 22, 2005

Nokkrir hlutir

Dalí átti afmæli sama dag og Reykjavíkurborg, þann 18. ágúst. Hann varð 9 ára gamall, eða 49 í hundaárum Svo áttu Regína og Trausti týndi afmæli þann 17. ágúst. Til hamingju með það öllsömul ;)
________________

Fólk á ekki að kovera Bítlana, það heppnast aldrei.
Bara Jón Ólafsson og KK mega kovera Megas.

Kókópöffs í litlum pökkum minnir mig rosalega mikið á Ömmu Þóru og Afa Harra enda hef ég eytt ófáum dögunum hjá þeim í að borða kókópöffs, þó ekki nógu mikið undanfarið.

Hinsvegar minnir Starburst og Mentos nammi mig á Afa tæta og Ömmu Bíbí, enda áttu þau alltaf lager af því til.

Ég ætla að kaupa mér 70 diska þegar ég fer til Englands um jólin(á Liverpool leik). Ætla nefnilega að vera svona "góður downloadari"...gæti þó verið að ég kaupi diskana í tveimur áföngum.

Ég man þegar Nokia 3310 var langvinsælasti síminn, var eitthverntíma úti í fótbolta með Danna, Öllu, Dodda og eitthverjum fleirum og það voru 6 svona símar geymdir í markinu. Skil þetta samt ekki þar sem þessir símar eru bölvað drasl. Sem minnir mig á það, sakna þeirra tíma þegar þessi ofantaldi hópur var alltaf í fótbolta í gúddí fíling, enginn kunni neitt en samt skemmtu allir sér...

Og ég sakna þess reyndar að æfa fótbolta, ætti maður að byrja aftur fyrir afa?

Ég man þegar ég, Binni Steingríms, Raggi og Trausti vorum alltaf í Super Nintendo tölvunni hans Trausta, á eldgömlu sjónvarpi. Ég man líka eftir Sega Mega tölvunni minni sem ég átti bara tvo eða þrjá leiki í, samt æðisleg tölva.

Ég man þegar ég, Ole og Dammi vorum alltaf að gera brennur og brenna olíutússa...wildboyz marr.

Ég man þegar ég og Maggi frændi vorum í Simpsons Studio tölvuleiknum að búa til hallærislegar teiknimyndir...

Ég man þegar ég var að gera armbeygjur á æfingu og Hlynur(í FRAM) sagði "þú ættir að fara á heimsmeistaramótið í armbeygjum" og svo hló hann vel og lengi. Ég man hvað mér þótti þetta ófyndið og síðan þá hef ég alltaf reynt að koma mér undan að gera armbeygjur.

Ég man að áður en Ole flutti til Noregs í eitt ár þá var það seinasta sem ég sá af honum þegar hann skilaði mér eitthverjum Lego-bíl.

Ég man þegar ég "dansaði" við AC/DC á stofugólfinu hjá Gauta.

ég man margt....ég er svo mahagnaður

6 Ummæli:

  • At 2:24 f.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    awww ... minningar eru svo krúttlegafallegar.
    Samt svo sorglegar.
    Mig langar að gráta.
    Emo <3

    Afhverju finnst manni alltaf einsog allt hafi verið betra í gamla daga ... jafnvel þó maður viti að svo var ekki?
    Helvítis fortíðarþráin er alveg að fara með mann hérna ... sjiii

     
  • At 2:03 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    HEY!!! Ég átti líka Simpson Cartoon Studio leikinn...

    SNILLD

     
  • At 2:13 f.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Ég er svo sammála þér með armbeygjurnar... Þoli þær ekki! Svo er ég einmitt í sömu fótboltapælingunum... er farinn að sakna þess virkilega að mæta ekki á æfingar... þetta var frekar undarlegt að hafa svona takkaskólaust og graslaust sumar... Ömmurnar og Afarnir standa alltaf fyrir sínu í dekurdeildinni... á mínum bæ (reyndar afa og ömmu) voru það fýlakarmellur sem alltaf voru á boðstólnum :) Ljúffengar!

     
  • At 2:15 f.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Og já, leiðinlegt að heyra þetta með Fram... Appelsínugulur er ekki skemmtilegur litur... eða allavegana ekki þegar fylkismerkið er klesst við hann!

     
  • At 3:00 e.h., Blogger poolarinn sagði…

    já, Fylkismenn hafa verið einstaklega leiðinlegir við okkur FRAMarana, en Holland leika nú í appelsínugulum búningum(af hverju annars?:O )

    En fylkismennirnir hafa svosum látið okkur fá nokkra menn...ojæja

     
  • At 11:14 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Jújú, hann er fallegur, hollenski búningurinn :)... og já, ástæðan fyrir því að þeir leika í appelsínugulum búningum er sú að þetta er einhversskonar einkennislitur konungsfjölskyldunnar og hefur þróast út í hálfgerðann "Þjóðarlit" þeirra... held þetta sé nokkurn veginn rétt hjá mér

     

Skrifa ummæli

<< Heim