Kanínan með ljáinn

mánudagur, ágúst 29, 2005

Enola gay...og snúðurinn frægi

Þegar ég var rúmlega átta ára gamall þá stal ég snúð. Við Ole fórum upp í Seljavídjó með stóra úlpu og litum mjög grunsamlegir í kringum okkur og stungum svo einum eða tveimur snúðum inn fyrir úlpuna. Svo hlupum við eins hratt og við gátum út úr sjoppunni og hlupum rúmlega 500 metra og fórum í kofa sem var úti í móa. Þar átum við snúðana, skíthræddir um að löggan væri á eftir okkur.

.......

Ég hata þegar bræður mínir stela af mér hleðslutækinu og ég verð símalaus í fleiri fleiri daga.

Ég hata eðlisfræði, en samt get ég hlegið að eðlisfræðikennaranum mínum sem er ssssmámæltari en andskotinn og eitthvernveginn velur hann sér alltaf orð sem innihalda s, eitt eða fleiri. Ég held t.d. að hann hafi notað orðið "ssssnæða" 20 sinnum í fyrsta tímanum.

Ég hata þegar maður fær tveggja tíma gat, því þá er ekki tími til að fara heim. Ég hata enn meira tveggja tíma göt sem enda svo með því að þriðji tíminn fellur niður, og þá svekkir maður sig yfir að hafa ekki farið heim.

......

Fór í fyrsta frönskutímann í dag. Frönskukennarinn er stórskrítin kona, og franska virðist töff tungumál.
.......
Lag dagsins: The Boo Radleys-Wake up Boo!

(klikkið á linkinn til að sækja lagið, það endist í viku á þessum server, þannig að ef þú ert að lesa þetta eftir 5. september geturðu ekki sótt lagið)

p.s. þar sem að það hefur komið eitthvað fokking spam hérna í kommentakerfið sem setur inn eitthver 10 komment af auglýsingum, þá hef ég ákveðið að sporna gegn þessu.

Þannig er mál með vexti að þegar þið ætlið að kommenta þá þurfið þið að skrifa niður eitthvað orð, sjá hér á þessum link.

Þetta er gert því að þetta spam-forrit getur ekki skilið þessa stafi.

4 Ummæli:

  • At 11:31 e.h., Blogger poolarinn sagði…

    ÞETTA ER DRASL!

     
  • At 1:59 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Hahaha :D... voðalega lúmskar auglýsingar eitthvað :P... ég held ég sé líka með þennann sssssmámælta kennara... heitir hann ekki Rúnar eða eitthvað? Nokkuð fyndið hlusta á hann!

     
  • At 4:20 e.h., Blogger poolarinn sagði…

    já, ég gæti hugsanlega fallið fyrir þessu rugli ef ég væri með enskt blogg og það myndi koma ein svona auglýsing, en ekki 10 í einu:O

    Mér finnst þó þessi auglýsing "I sponsor a blog about recycling and recycle center. It is pretty much about recycle center related stuff & recycling little-known yet high-profit materials."

    Jájá, ég hef grííííðarlegan áhuga á þessu :O

    En já, kallinn heitir Rúnar

     
  • At 1:32 f.h., Blogger Guðmundur Þórir sagði…

    www.haloscan.com
    Commentakerfi sem er snilld!
    Kjáni

     

Skrifa ummæli

<< Heim