Kanínan með ljáinn

laugardagur, ágúst 27, 2005

Sumarið og skólinn

Jæja, sumarið er liðið og það allt alltof fljótt.

Það sem gerðist í sumar var:

Vinna hjá póstinum, fínasta vinna.
Fótbolti, ekki nógu oft
Göngutúrar, alltof fáir
Fara í bíó...nei, ekkert bíó
Labba fimmvörðuháls(27 km eða eitthvað) það var fínt að labba þetta en algjör hörmung að vera í heilan sólarhring að gera ekki neitt.
Kaupa græjur, hressó græjur mhmmm...
Hlusta mikið á tónlist(aðallega í vinnunni þó, svona 3-5 diskar á dag :O )
Fór á nokkra FRAM leiki, hefði þó viljað fara á fleiri, stefni á að fara á þá sem eftir eru á mótinu.
Fór ekkert til útlanda, sem er synd og skömm...langar til Mallorca! :O

_____________________________________

Svo er skólinn byrjaður, bekkurinn gjörbreyttur frá í fyrra, virðist vera svolítið yfir meðallagi af hnökkum sem er ekki alveg nógu hresst. Danni, Snorri, Dögg og Leibbi öll farin eitthvert annað og ég skilinn einn eftir...ississ bara eins gott að þetta reddist alltsaman.

Ahbú...

3 Ummæli:

  • At 1:54 f.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    bíddu... eru leibbi og snorri ekki enþá í ms??

     
  • At 2:28 e.h., Blogger poolarinn sagði…

    jújú, bara ekki með mér í bekk

     
  • At 9:00 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Ooooh... ég er líka einn í bekk :(... þekki enga þarna og líður eins og fífli... sest alltaf einn og tala ekki við neina og hleyp svo í leit að einhverjum sem ég þekki um leið og bjallan hringir... fýla þetta ekki... skil þetta ekki, það er fullt af fólki að fá að skipta en hún er alveg gallhörð á því að ég fái ekki að skipta! Ég er ekki nógu sáttur

     

Skrifa ummæli

<< Heim