Leikhúsgubb
Ég fór í leikhús með nokkrum úr fjölskyldunni á leikritið "Ég er mín eigin kona" sem er einleikur með Hilmi Snæ. Þvílík og önnur eins leiðindi hef ég sjaldan orðið vitni að. Upplifunin var eins og að vera í efnafræðitíma sem færi fram á dönsku og það væri búið að æla á gólfið, setja ofninn á hæsta styrk og loka öllum gluggum.
Leikritið fór að miklu leiti fram á þýsku sem gerði það enn leiðinlegra. Var kannski fyndið í fyrstu þrjár mínúturnar að Hilmir Snær var að tala þýsku en eftir einn og hálfan tíma af leiðindum þá gekk ég út(í hléi) og sé ekki eftir því enda held ég að ég hefði byrjað að hrjóta ef ég hefði verið þarna stundinni lengur.
---
White Stripes á morgun, það verður hresst :D
---
Hvað er málið með að láta eitthvern kynskipting lesa fréttir á Stöð tvö. Allavega hlýtur þetta að vera kynskiptingur þar sem ég hef aldrei heyrt konu með jafn óaðlaðandi rödd og þessi kella, hún heitir líka Eiríksína! Ég hef ekkert á móti kynskiptingum en það er óþarfi að láta þá tala inn á fréttir meðan röddin þeirra eru svona. Hér má heyra hvernig hún talar(veftíví vísis, spólið fram á mínútu 2)
---
Ég væri mikið til í að fara á leikrit Hugleiks í Borgarleikhúsinu(ef það er enn sýnt)
________________
2 Ummæli:
At 12:43 f.h., Nafnlaus sagði…
Ooooohh! Það fer um mig unaðshrollur við það að hlusta á hana Eiku mína... Þvílíkur þokki í einni rödd!
En já, kannast við þetta leikhúsadót... Fór einhvern tíman með Regínu og Rúnu á eitthvað leikrit... man ekki hvað það hét, en það var allavegana þrír tímar og það eina sem var ekki hrútleiðinlegt við þessa þrjá tíma var að vekja Regínu með kitli á fimm mínútna fresti :D... Held í alvörunni talað að hún hafi sofnað svona 15 sinnum eða eitthvað :P
At 3:27 e.h., poolarinn sagði…
hehehe...ég þorði reyndar ekki að sofna á leikritinu....hefði örugglega byrjað að hrjóta:o
Skrifa ummæli
<< Heim