Margt í mörgu
Ég fór í kolaportið í gær til að finna mér föt fyrir hið margrómaða 85 ball. Fann ekkert af fötum, enda hálf hræddur við að leita eftir að ég sá fyrsta þáttinn með Silvíu Nótt þar sem hún úthúðaði kolaportinu í bak og fyrir :o En ég fann hinsvegar nokkra ansi skemmtilega geisladiska, þar á meðal Drög að sjálfsmorði með meistara Megasi.
-----
Talandi um 85 ballið, ég var að komast að því að ég á 8 klukkutíma af tónlist sem gæti flokkast undir 80's popp, mér finnst það slatti :o Verst hvað þessi 80's tónlist er öll lík :o
----
Football Manager 2006 er kominn og hann er geðveikur :D Engar hallarbyltingar í gangi í leiknum en samt er hann mikil snilld.
----
En mikið djöfulli hata ég svona gervi best of diska(t.d Hits of the 60's diska, sem eru ekki með upprunalegu flytjendunum). Ég keypti mér einn þannig í gær og það var rosalega lúmskt að þetta væru ekki originalarnir. Á koverinu stóð:
Featuring the hits made famous by Oasis-Wonderwall, Blur-Charmless man, Pulp-Common people.
Að sjálfsögðu heldur maður að þarna séu upprunalegu flytjendurnir á ferðinni, síðan eru þetta bara eitthverjar ömurlegar drasl útgáfur sem eru mun verri en upprunalegu. Hata þetta.
-------
Let me go on like a blister in the sun
--------
Lengra verður bloggið ekki að þessu sinni, veriði sæl
2 Ummæli:
At 12:50 e.h., Nafnlaus sagði…
Kolaportið er tha place to be...
En annars þá er þessi mynd svo roooosaleg! Pældu í tímanum sem fór í hárgreiðslurna ... BARA Á KRAKKANUM!
Sjiii ...
At 10:59 e.h., Nafnlaus sagði…
Ég er myndi nú bara falla vel í þennan hóp núna :D
Möllett!
Skrifa ummæli
<< Heim