Under pressure...

Þar sem ég er mest allan daginn hjá ömmu þá mun ég varla blogga mikið en hún á tölvu með Módemi, sem þýðir að internetið er 100 sinnum hægara en maður á að venjast á gervihnattaöld.
Ég veit ekki hvernig ég verð í mannlegum samskiptum eftir tvær vikur, ég kem heim ellefu-hálftólf á kvöldin og kemst ekki einu sinni í leikfimi, sem er einmitt afar slæmt þar sem ég lifi bara á kókópöffsi hjá ömmu gömlu.
Biggi mælir með:
- Að fólk læri jafnt og þétt yfir skólaárið
- Hlusti á Hard-Fi
- Borði eitthvað annað en kókópöffs
- Sofi vel(sem ég geri ekki, sést á því að ég skrifa þetta blogg klukkan tvö um nótt)
- Borði Havre Fras, det danske dejligt
- Sæki um hjá Póstinum, því það er svo hressandi að geta hlustað á tónlist 8 tíma á dag(eða 5 tíma ef fólk er ekki latt eins og ég) og fengið borgað fyrir að fara í göngutúr
- Mæli með að fólk fari á March of The Penguins(eða Le marce de l'empereur) sem hlýtur að vera allra besta myndin í bíó í dag
- Svo mæli ég að sjálfsögðu með að fólk nái sér í Mozilla Firefox og hætti að hleypa vírusum og hökkurum inn í tölvuna sína með því að nota Internet Explorer. Auk þess sem Firefox hefur svo miklu fleiri kosti fram yfir IE, fljótari, öruggari, minni pop-upar og góðar viðbætur.
Að lokum legg ég til að Danska verði lögð í eyði.