Kanínan með ljáinn

sunnudagur, janúar 23, 2005

Ég mæli með...

Já afsakið afsakið afsakið að ég hafi ekki bloggað í ár og daga, en ég vil kenna kerfinu um(bloggkerfinu það er að segja) en það hefur verið að stríða mér.

En já, meðmæli mín eru eftirfarandi(smá brainstorm)

  • Lagið Austurstræti með Ladda
  • Stone roses-bara að minna á það að það er besta hljómsveit í heimi;)
  • Aladdin og Lion king-Klassískar teiknimyndir sem maður vex aldrei upp úr
  • Tónlistinni úr fyrrnefndum myndum
  • Ipod-í þeim tilfellum þegar hann virkar
  • Flensan-þegar hún herjar á kennara þá þýðir það bara eitt...FRÍ
  • Ókeypis downloadi-einstaklega þægilegt að downloada eins mikið af fótboltavídjóum og fleiru skemmtilegu án þess að hafa áhyggjur af neinu
  • Hungarian Rhapsody no. 15 eftir Franz Liszt
  • Shawshank redemption-þrælgóð bíómynd sem allir ættu að vera búnir að sjá
  • Gmail-1 gb e-mail...afar hentugt að geta sent sér eins mikið af fælum og maður vill og þurfa aldrei að deleta


Svo mæli ég EKKI með

  • Tölvum sem rístarta sér uppúr engu
  • Að snúa sólarhringnum við
  • Stærðfræðinni sem ég er að læra
  • Félagsfræðikennaranum mínum sem er egóisti og talar um eitthverja félagsfræðinga eins og vini sína og segir alltaf Menntaskólinn við Sund en aldrei bara MS.....sem er bögg
  • Miklu hári sem þvælist fyrir manni
  • Mæli sterklega gegn því að Tvíhöfðinn minn hætti í útvarpi, þó sú sé líklegast raunin eins og mál standa í dag. En þeir hyggjast samt halda áfram á öðrum miðli, sem sleppur svosem

Þá er það komið

Smellið hér fyrir Step by step myndir sem sýna hvernig á að kommenta hér...

2 Ummæli:

  • At 6:44 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Hæhæ :)
    Sniðugt blogg hjá þér..:P veit ekki hvað ég á að skrifa mér ! en bara sniðugt!..:)

    Regína

     
  • At 6:58 e.h., Blogger poolarinn sagði…

    Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

     

Skrifa ummæli

<< Heim