Kanínan með ljáinn

fimmtudagur, desember 08, 2005

8.desember

Nú er mikill sorgardagur í tónlistarsögunni. Eins og flestir vita þá dó goðsögnin John Lennon fyrir 25 árum eftir að snargeðveikur tappi skaut hann því honum fannst John vera phony(you're just a big fat fony). En þótt ég fíli sólóferilinn hans John ekkert í botn verður framlag hans til tónlistarinnar aldrei vanmetið og það eru algjörar undantekningar ef fólk dýrkar ekki Bítlana. Ég hef ekki enn ákveðið minn uppáhalds bítil, en það skiptir sosum engu máli.
En 8.desember varð enn sorglegri þegar Dimebag Darrell gítarleikari Pantera og Damageplan var skotinn af öðrum geðsjúklingi sem drap þrjá til viðbótar í sömu árás(og var svo sjálfur skotinn niður af lögreglunni).

En þessi dagur er nú ekki alveg sorglegur, því hún Alla og hún Tása eiga báðar afmæli í dag og eru þær fæddar nákvæmlega sama dag og megi þær njóta þess...veivei til hamingju ;)

--
En ég er núna hálfnaður í prófatörninni, búinn að taka Sögu, Ensku og Eðlisfræði. Sagan gekk best af þessu enda lærði ég mest fyrir hana. Þori ekki að spá um einkunn þar sem maður veit aldrei hvernig vegir sögunnar liggja. En enskan gekk illa, enda lærði ég samasem ekkert undir hana og fannst eins og bara erfiðustu orðin í hverjum texta hafi verið valin :O Reyndar er það mál manna að þetta hafi verið auðveldasta próf í heimi en þá er ég greinilega bara eitthvað skrítinn :o
Eðlisfræðin gekk betur en maður þorði að vona. Var að búast við að stráfalla enda ekkert búinn að læra heima í eðlisfræði í vetur(enda fátt leiðinlegra) eeeeeeeeeeen ég held ég hafi hreinlega náð, víjú fyrir því. Er kominn með leið á að læra.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim