Kanínan með ljáinn

sunnudagur, desember 04, 2005

Hnignun morgunkorns


Þriðja bloggið mitt í röð þar sem ég minnist á Cocoa Puffs.

En hafið þið ekki tekið eftir því hversu mikið gamla góða sykurmorgunkorninu hefur hnignað á seinustu misserum? Ég man í þá gömlu góðu daga að ég át ógrynni af Cocoa Puffs hjá ömmu og bragðið var himneskt. Og það hefur verið það alveg þangað til núna, en það er búið að taka allt súkkilaðibragðið úr Cocoa Puffsinu þannig að Puffs væri meira réttnefni yfir það.

Weetos hefur einnig minnkað súkkulaðibragðið sitt heilmikið og núna er það nánast óætt og bara eins og grjóthart serjós.
Jæja, eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum með Weetosið og Kókó Pöffsið þá ætlaði ég að leita til aldins félaga, Frosties-ins(kornflexið með tígrisdýrinu).....en neinei, það virðist líka sem það hafi verið minnkað sykurinn í því, sem er frekar heimskulegt þar sem Frosties þýðir sykurhúðað kornflex.

Hvert á maður að leita í þessu morgunkornshallæri? Ekki fer maður í Lucky-Charmsið, þótt það sé vissulega sykrað þá er það algjör vibbi og hefur alltaf verið. Ekki fer maður í Corn Pops(gult kókópöffs), þannig að ég held að besta lausnin á sykruðu morgunkorni sé....dammdaramm Cocoa Pops, eða Súkkulaði Rice Crispies eins og það ég held að það heiti núna.
Hef ekki fengið mér það í þónokkurn tíma og ætla rétt að vona að því hafi ekki verið breytt.

Þið megið þó ekki halda að ég borði bara óhollt morgunkorn, en ég borða iðulega annað hvort Havre Fras eða gamla góða hafragrautinn.
---

..... Að lokum legg ég til að danska verði lögð í eyði

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim