Kanínan með ljáinn

laugardagur, september 17, 2005

Sorgardagur

Í dag er mikill sorgardagur. FRAM féllu úr efstu deild landsbankadeildarinnar með skömm og sýndu litla tilburði í lokaleiknum til þess að halda sér uppi. Mér hefur oft þótt liðið leika verr en í ár en það er ekki spurt að því, eftir áralanga baráttu við falldrauginn hlaut að koma að því.

En þá er bara einn leikur eftir og það er bikarúrslitaleikurinn gegn Val, eins gott að menn hysji upp um sig brækurnar og rústi þessum leik!

Annars er stórleikur á morgun, Liverpool-man utd. Það verður vonandi eitthvað skárra en þessi hörmungarleikur sem var boðið upp á í laugardalnum.

Ég lýsi hér með yfir þjóðarsorg.

3 Ummæli:

  • At 10:29 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    hér með verður fram alltaf skrifað með litlum stöfum!

     
  • At 1:30 f.h., Blogger poolarinn sagði…

    þeir eiga nú samt skilið að fá allavega fyrsta stafinn stórann, semsagt Fram. Þangað til við komumst í efstu deild(semsagt á næsta ári)......Kannski er þetta bara lán í óláni

     
  • At 8:09 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    sjiit..þetta er nottla bara ömurlegt að Fram skulu detta úr efstu deild þar sem þeir eiga heima, en einsog þetta hefur gengið síðustu ár þá hlaut að koma að því að þeir féllu...nú liggur leiðin bara uppávið og ég segi bara
    FRAM ÍSLANDSMEISTARAR 2007!

    þ.e.a.s. ef Fylkir klikka...

     

Skrifa ummæli

<< Heim