Kanínan með ljáinn

föstudagur, mars 18, 2005

Jæja

Jæja, eftir ansi erfiðar og leiðinlegar vikur er að koma mjög mjög langþráð páskafrí. Ég er ekki enn búinn að kaupa mér páskaegg en mér líst vel á Rís-eggið, mmmm rís

Svo er ég búinn að fá nýjan síma, klöppum fyrir því. Kann samt ekki að breyta talhólfinu mínu, en það ku vera miður smekklegt(roooooop)

Og svo virðist sem bekkurinn minn leysist upp í öreindir á næsta ári. 6 hættir nú þegar(byrjuðum 28) og það virðist sem þónokkrir ætli að skipta um skóla/hætta/taka sér frí. Auk þess sem tungumálin skipta bekknum upp og kjörsviðin. Sjálfur ætla ég mér að vera áfram í MS á félagsfræðikjörsvið, sé fram á betri tíð með blóm í haga(*trúdd broskall hér*)

Svo er ég að leita að honum Trausta Guðfinnssyni. Hann var bekkjarbróðir minn og einn besti vinur í gamla daga en svo flutti hann og sagði engum frá því hvert hann fór. Einn daginn var hann bara farinn. Kannski munið þið eftir honum, mjög stór, með freknur og stór hermannagleraugu. Átti Super Nintendo tölvu og foreldrar hans reyktu og reyktu. Og við Óli ætluðum að peningaplokka hann með því að setja ofurvexti á Mars stykki sem hann átti að hafa skuldað okkur. En hættum þó við það allt saman(þetta var notabene í fjórða bekk, snjallir piltar þar á ferð)

Rétt upp hönd sem verður ekki í sama skóla á næsta ári?

7 Ummæli:

  • At 12:17 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Ég er ekki að fara neitt !!! ætla líka á félagsfræðikjörsvið....samt kannski breyti ég, ég veit ekki :S og DEUTCH !!!

     
  • At 3:42 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Ef ég man rétti, þá þótti Trausta smjör mjög gott á bragðið... Vildi helst borða það eintómt!

     
  • At 3:59 e.h., Blogger poolarinn sagði…

    haha, já mikið rétt Hanus;)

    hvaða vitleysa er að velja þýsku, Frönsku á lýðinn takk fyrir

     
  • At 1:01 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Hálf hendi uppi... ég er á báðum áttum hvort skipta eigi úr MR yfir í MH eða MS... hef ekki hugmynd um hvað ég geri... og ég man eftir Trausta :P Gekk saga um að hann hefði farið nakinn í skólasund og að stelpurnar hefðu orðið alveg hlessa við þá sjón :P

     
  • At 5:24 e.h., Blogger poolarinn sagði…

    haha...sú saga er sönn og meira en það

    hann gerði það TVISVAR! hahaha, hvursu gleyminn er hægt að vera:O jiiisús

     
  • At 6:03 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Plöff...man eftir Trausta og peningaplokkinu hjá ykkur Óla...flutti hann ekki til Þorlákshafnar eða eikka solleis ??

     
  • At 2:47 f.h., Blogger poolarinn sagði…

    mér skilst það jú

     

Skrifa ummæli

<< Heim