Kanínan með ljáinn

mánudagur, júní 20, 2005

lkaslkafl

Veivei

Er hægt að hafa mikið mislukkaðari daga en ég átti í dag :O

Byrjaði á því að ég svaf bara í 4 tíma, fór í vinnuna og var látinn flokka póstinn, það hefði ekki getað gengið verr og ég var með seinustu mönnum út. Jæja, svo fer ég að bera út í eitthverjar blokkir og þá voru annaðhvort vitlaus bréf í bunkanum, vitlaus merktir póstkassar eða bara alls ekki merktir. Ég var tvo og hálfan tíma með hverfi sem ætti að taka svona 40 mínútur. Svo þegar ég var að verða feginn yfir því að vera búinn að klára hverfið þá datt ég um skóreimarnar mínar og skrapaðist á hendinni….urr *reiður*

Jájá, svo fór ég í hitt hverfið og þá voru blöðin líka fáránlega flokkuð þar og bara allt gekk eins og það átti ekki að ganga, ég kláraði svo að vinna hálfsex, en maður á ekki að vera mikið lengur en til fjögur….helvítis andskotans helvítis djöfull!

p.s. mikið væri það dæmigert ef þetta blogg myndi ekki birtast eða þá skemmast

5 Ummæli:

  • At 5:56 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Hæhæh..:)

    hahahahaha hvað varð um : ,,ohh það er svo frábært að vinna hjá póstinum..mont mont mont..:P " En það er gott að þú vannst til hálf 6 ég var nefnilega í fríi í dag :D haha

    -Regína

     
  • At 5:59 e.h., Blogger poolarinn sagði…

    það var áður en ég fattaði að fólk sem býr í blokkum er latt!

    en annars er gott að vinna í póstinum!

     
  • At 11:22 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    biggi mætti fugglur í vinnuna

     
  • At 11:40 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Hey, segðu Mæju að þú hafir verið lengur! þá færðu aukapening... og já, bögg að fá illa flokkaðan/raðaðan póst :(

     
  • At 10:42 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    hmm...finn ég lykt af yfirvinnu ?

     

Skrifa ummæli

<< Heim