Kanínan með ljáinn

fimmtudagur, júní 09, 2005

Providence

Hefur eitthver horft á þættina Providence á Skjá-Einum? Þetta hlýtur að vera mesti klisjuþáttur í veröldinni og gjörsamlega allt er fyrirsjáanlegt og svo er smjaðrað út í eitt, allir leikararnir eru leiðinlegir og fyndnu hlutirnir eru svo gamlir eða fyrirsjáanlegir að það tekur því ekki að nefna það. Svo er þetta líka svo djöfulli óraunverulegt allt saman.

Allavega þá eru þetta glataðir þættir og hreinlega mannskemmandi að horfa á þá. Annars finnst mér nýji þátturinn á skjáeinum, Sjáumst með Silvíu Nótt dæmalaus snilld, mjög umdeildur þáttur og það er virkilega til fólk sem heldur að þetta sé ekki leikið, það fólk mætti aðeins hugsa sinn gang.

Bless í kvöld

3 Ummæli:

  • At 12:26 f.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Hæhæ :D

    ég hef horft á þessa þætti og mér finnst þeir sko bara ekkert leiðinlegir :P hehe en ég hef aldrei sé Silvíu Nótt þættina..verð að kíkja á þá!..:D en sjáumst bebí..;)

    Regína

     
  • At 2:47 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    hverjum dirfist að kalla hann bigga minn bebí... ég á hann!!!... við ole keyptum hann af gömlum bónda fyrir norðan....

     
  • At 10:52 e.h., Anonymous Nafnlaus sagði…

    Danni, þú verður að læra hvenær á að þegja *reiðurkall*

     

Skrifa ummæli

<< Heim